Harvey gæti hafa eyðilagt hálfa milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 31. ágúst 2017 10:32 Meira en hálf milljón bíla gætu verið ónýtir í Texas. Afleiðingar fellibylsins Harvey sem fór yfir Texas er geigvænlegar og allt eins má búast við að rigningar af völdum hans hafi eyðilagt meira en hálfa milljón bíla. Á fimm dögum rigndi 127 cm og eru fá dæmi um annað eins. Samsvara það ársrigningu í Reykjavík. Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. Á síðasta ári seldust ríflega 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og því mundu hálf milljón bíla nema um 3% af árssölunni þar í landi. Í fyrra seldust um 18.500 nýir bílar hér á landi og því eru ónýtu bílarnir í Texas 27 sinnum fleiri en árssalan hér í fyrra. Fiat Chrysler og Genaral Motors hafa boðið þeim sem hafa orðið fyrir bílatjóni af völdum Harvey 500 dollara afslátt af nýjum bílum fyrirtækjanna af árgerð 2017 og 2018. Hyundai hefur hinsvegar boðið betur, eða 750 dollara afslátt. Ford og Nissan hafa gefið nú þegar 100.000 dollara hvort til hjálparstarfs auk 50.000 dollara til Rauða krossins. Nissan ætlar að auki að gefa 1 milljón dollara til hjálparstofnunarinnar Habitat for Humanity. Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira
Afleiðingar fellibylsins Harvey sem fór yfir Texas er geigvænlegar og allt eins má búast við að rigningar af völdum hans hafi eyðilagt meira en hálfa milljón bíla. Á fimm dögum rigndi 127 cm og eru fá dæmi um annað eins. Samsvara það ársrigningu í Reykjavík. Til samanburðar eyðilögðust 250.000 bílar þegar fellibylurinn Sandy fór um New York og New Jersey svæðið árið 2012. Á síðasta ári seldust ríflega 17 milljón bílar í Bandaríkjunum og því mundu hálf milljón bíla nema um 3% af árssölunni þar í landi. Í fyrra seldust um 18.500 nýir bílar hér á landi og því eru ónýtu bílarnir í Texas 27 sinnum fleiri en árssalan hér í fyrra. Fiat Chrysler og Genaral Motors hafa boðið þeim sem hafa orðið fyrir bílatjóni af völdum Harvey 500 dollara afslátt af nýjum bílum fyrirtækjanna af árgerð 2017 og 2018. Hyundai hefur hinsvegar boðið betur, eða 750 dollara afslátt. Ford og Nissan hafa gefið nú þegar 100.000 dollara hvort til hjálparstarfs auk 50.000 dollara til Rauða krossins. Nissan ætlar að auki að gefa 1 milljón dollara til hjálparstofnunarinnar Habitat for Humanity.
Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ Innlent Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Erlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Innlent Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Innlent Fleiri fréttir Tesla Cybertruck og Ferrari í Vestmannaeyjagöngum Sjá meira