Aldís býr í litskrúðugu og skemmtilegu heimili í Noregi Guðný Hrönn skrifar 24. ágúst 2017 11:45 Innblásturinn kemur úr öllum áttum að sögn Aldísar og húsgögn og stofustáss kaupir hún víða. Listakonan og kennarinn Aldís Gunnarsdóttir býr á litríku heimili í Noregi. Þangað flutti hún fyrir sjö árum og síðan þá hefur smekkur hennar á innanhússhönnun verið að breytast smátt og smátt. „Síðan við fluttum til Noregs hef ég orðið hrifin af skandinavískum stíl og meiri litum. Ég fór frá litlausu heimili yfir í mikla litadýrð sem ágerðist eftir að ég kláraði listaskólann hér í Álasundi,“ segir Aldís sem býr ásamt manni sínum og tveimur börnum í stóru húsi sem hún lýsir sem dæmigerðu norsku timburhúsi. „Það er með A-þaki og frönskum gluggum.“ Það sem vekur athygli við heimili Aldísar er litadýrðin sem ríkir og skemmtilegir munir prýða hvern krók og kima. „Ég hef satt best að segja engan einn ákveðinn stíl. Ég blanda oftar en ekki saman nýju og gömlu, hvítu og lit og svo síðasta ár hef ég puntað svolítið með kopar, gulli og silfri og þá blanda ég því öllu saman í einn graut.“„Ég er ekkert endilega viss um að innanhússhönnuðir væru alltaf sammála uppsetningunni en ég þarf auðvitað ekkert að spá í það. Hver segir að ólíkir metallitir geti ekki átt saman? Ég neita því bara staðfastlega að það sé ekki hægt að blanda þeim saman,“ segir hún og hlær. „Þegar við fluttum inn í nýtt hús, fyrir um tveimur árum, þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að hafa fallega liti í kringum mig. Kannski var það líka uppreisnarseggurinn í mér sem fékk útrás og fór í mótþróa við allt sem var svart, hvítt og grátt þó að mér finnist það oft mjög fallegt hjá öðrum.“ Þræðir flóamarkaði„Það er svo skemmtilega heimilislegt að horfa á Mónu greyið með strikavarir eftir bróderinguna,“ segir Aldís um myndina af Mónu.„Mín uppáhaldslitasamsetning eru bjartir litir sem oftar en ekki eru á móti hver öðrum á litaspjaldi. Mér finnst til dæmis turkísblár og appelsínugulur mjög fallegir saman. Mér finnst bara litir almennt vera skemmtilegir og hressandi,“ útskýrir Aldís sem er mikill fagurkeri. „Eitt af mínum áhugamálum er að þræða flóamarkaði í fjársjóðsleit og það eru ófáir hlutir á heimilinu þaðan. Ég hef til dæmis gert upp ruggustól, hengt upp bróderaða mynd af Mónu Lísu þar sem ég spreyjaði gullrammann bleikan og keypt mörg glös og skrautmuni sem núna prýða heimilið. Það eru ansi margir hlutir á heimilinu keyptir notaðir, hvort sem það eru húsgögn eða skrautmunir og svo er ég mjög veik fyrir búsáhaldabúðum, ég er með ákveðið blæti fyrir þeim. En ég get líka dottið í það að kaupa dýra og vandaða muni sem mér þykja fallegir. Ætli það megi ekki bara líkja mér við hrafninn sem dregst að öllu sem glitrar.“ Hús og heimili Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira
Listakonan og kennarinn Aldís Gunnarsdóttir býr á litríku heimili í Noregi. Þangað flutti hún fyrir sjö árum og síðan þá hefur smekkur hennar á innanhússhönnun verið að breytast smátt og smátt. „Síðan við fluttum til Noregs hef ég orðið hrifin af skandinavískum stíl og meiri litum. Ég fór frá litlausu heimili yfir í mikla litadýrð sem ágerðist eftir að ég kláraði listaskólann hér í Álasundi,“ segir Aldís sem býr ásamt manni sínum og tveimur börnum í stóru húsi sem hún lýsir sem dæmigerðu norsku timburhúsi. „Það er með A-þaki og frönskum gluggum.“ Það sem vekur athygli við heimili Aldísar er litadýrðin sem ríkir og skemmtilegir munir prýða hvern krók og kima. „Ég hef satt best að segja engan einn ákveðinn stíl. Ég blanda oftar en ekki saman nýju og gömlu, hvítu og lit og svo síðasta ár hef ég puntað svolítið með kopar, gulli og silfri og þá blanda ég því öllu saman í einn graut.“„Ég er ekkert endilega viss um að innanhússhönnuðir væru alltaf sammála uppsetningunni en ég þarf auðvitað ekkert að spá í það. Hver segir að ólíkir metallitir geti ekki átt saman? Ég neita því bara staðfastlega að það sé ekki hægt að blanda þeim saman,“ segir hún og hlær. „Þegar við fluttum inn í nýtt hús, fyrir um tveimur árum, þá fannst mér ekkert annað koma til greina en að hafa fallega liti í kringum mig. Kannski var það líka uppreisnarseggurinn í mér sem fékk útrás og fór í mótþróa við allt sem var svart, hvítt og grátt þó að mér finnist það oft mjög fallegt hjá öðrum.“ Þræðir flóamarkaði„Það er svo skemmtilega heimilislegt að horfa á Mónu greyið með strikavarir eftir bróderinguna,“ segir Aldís um myndina af Mónu.„Mín uppáhaldslitasamsetning eru bjartir litir sem oftar en ekki eru á móti hver öðrum á litaspjaldi. Mér finnst til dæmis turkísblár og appelsínugulur mjög fallegir saman. Mér finnst bara litir almennt vera skemmtilegir og hressandi,“ útskýrir Aldís sem er mikill fagurkeri. „Eitt af mínum áhugamálum er að þræða flóamarkaði í fjársjóðsleit og það eru ófáir hlutir á heimilinu þaðan. Ég hef til dæmis gert upp ruggustól, hengt upp bróderaða mynd af Mónu Lísu þar sem ég spreyjaði gullrammann bleikan og keypt mörg glös og skrautmuni sem núna prýða heimilið. Það eru ansi margir hlutir á heimilinu keyptir notaðir, hvort sem það eru húsgögn eða skrautmunir og svo er ég mjög veik fyrir búsáhaldabúðum, ég er með ákveðið blæti fyrir þeim. En ég get líka dottið í það að kaupa dýra og vandaða muni sem mér þykja fallegir. Ætli það megi ekki bara líkja mér við hrafninn sem dregst að öllu sem glitrar.“
Hús og heimili Mest lesið Tchéky Karyo látinn Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið Fleiri fréttir Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Sjá meira