Kristján Guðmundsson: Ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis Gabríel Sighvatsson skrifar 27. ágúst 2017 16:00 Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV. Vísir/Eyþór Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira
Kristján Guðmundsson, þjálfari ÍBV, var ekki sáttur að leikslokum eftir 2-3 tap ÍBV gegn Val á Hásteinsvelli í dag. „Ég er fyrst og fremst svekktur með nálgunina okkar við leikinn, við fáum tvö mörk á okkur á fyrstu 20 mínútunum. Við erum langt frá þeim, förum ekki í kontakt við þá eða neitt og gáfum þeim bara í raun þessi mörk.“ „Ætla ekkert að taka frá þeim að þeir spiluðu mjög vel en við leyfðum þeim líka að spila vel,“ „Ég átta mig ekki á því af hverju við fáum á okkur þetta mark,“ sagði Kristján og var þar að vitna í þriðja mark Vals. „Við vinnum seinni hálfleik 2-1 en við eigum að vera miklu fastari fyrir heldur en að fá á okkur þetta mark, sem var svipað og í fyrri hálfleik,“ bætti hann við. ÍBV kom til baka en það reyndist ekki nóg. „Það var gott hjá liðinu að ná að skora og koma til baka með 2 mörk og með einhverri heppni hefðum við getað jafnað leikinn.“ „Varamennirnir skiptu máli, þeir voru að valda usla og það er gott að sjá það, við þurfum á því að halda að þeir geri góða hluti.“ Eyjamenn eru enn í fallsæti og geta misst liðin fyrir ofan sig þremur stigum framúr sér. „Útlitið er ekkert svartara en fyrir leikinn, við verðum bara að sjá hvernig fer í hinum leikjunum. Við erum áfram í þessari störukeppni og ætlum að vinna hana og það getur vel verið að það komi í ljós í seinustu umferð hver verður sigurvegarinn þar.“ Kristján lenti í harkalegu rifrildi við einhverja úr þjálfarateymi Vals, þegar stuðningsmannalag ÍBV fór að hljóma í tækjunum inni í búningsklefa Vals og var ljóst að hann var ekki par sáttur með þá. Þá skilst undirrituðum að þetta sé hefð hjá Valsliðinu að spila þetta lag eftir sigurleiki og hafi ekkert með leikinn í dag að gera. „Það getur vel verið að þeir spili Eyjalagið eftir hvern einasta leik en það átti ekki við núna og ef maður er sannur meistari þá er maður kurteis og þeir voru það ekki.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Wolves | Vantar stig og stjóra Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir Sjá meira