Túfa: Fyrir mér er enginn sigur ljótur Arnar Geir Halldórsson skrifar 27. ágúst 2017 21:23 Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA. vísir/eyþór Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga, 5-0. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5. sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna.” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, var að vonum sigurreifur eftir að hafa séð sína menn rúlla yfir Ólafsvíkinga, 5-0. „Mjög ánægður með að skora svona mikið af mörkum í svona mikilvægum leik. Strákarnir gerðu nákvæmlega það sem lagt var upp með og ég er mjög ánægður með þá. Við viljum gefa stuðningsmönnunum okkar fleiri svona leiki á heimavelli og ætlum að halda áfram að gera það,” sagði Túfa. KA marði sigur á tíu ReykjavíkurVíkingum í síðustu umferð og voru þá gagnrýndir talsvert fyrir frammistöðu sína. Túfa segir mikinn mun hafa verið á frammistöðu sinna manna en gefur lítið fyrir gagnrýnina. „Það var mikill munur á spilamennskunni í dag og þá. Ég hlusta samt ekki mikið á svona gagnrýni. Fyrir mér er enginn sigur ljótur eins og menn vildu meina. Ég virði öll stig og alla sigra.” KA-menn eru nú komnir í 5. sæti eftir að hafa verið að daðra við fallbaráttuna fyrir tveimur umferðum síðan. Túfa tekur hlutunum af stóískró ró og vill ekki gefa út yfirlýsingar um Evrópusæti. „Deildin spilast þannig að það eru allir í Evrópubaráttu og allir í fallbaráttu. Ég hef aldrei horft á fallbaráttuna og horfi bara fram á við. Markmiðið okkar fyrir sumarið var að ná stöðugleika í efstu deild og við erum bara að vinna að því. Við ætlum bara að reyna að ná góðum árangri. Hvort það verður Evrópusæti eða ekki er ekki eitthvað sem við erum að spá í núna.” Elfar Árni skoraði þrennu og gladdi það þjálfarann sem hrósaði einnig markverði sínum í hástert. „Elfar er alvöru senter og ég veit hvað hann hefur mikinn vilja til að skora mörk. Ég er mjög ánægður með hann. Honum líður vel þegar hann skorar mörk. Ég verð líka að minnast á Rajko sem ver víti á mjög mikilvægum tímapunkti og sýnir það enn og aftur að hann er einn besti markvörður deildarinnar.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: KA - Víkingur Ó. 5-0 | Elfar Árni með þrennu fyrir KA KA lagði Víkinga frá Ólafsvík örugglega af velli 5-0 á Akureyri í kvöld. 27. ágúst 2017 21:15