Fatlaðir eru líka kynverur Ólöf Skaftadóttir skrifar 12. ágúst 2017 15:00 Embla Guðrúnar Ágústsdóttir Réttindabarátta er langhlaup, með krókum og kimum, því getur verið erfitt að sjá hvernig hún stendur og hvað hefur áunnist. Í mínum huga er alveg ljóst að hinsegin baráttufólk hefur í gegnum tíðina náð miklum árangri og breytt viðhorfum og lögum. Tilvist mín væri með allt öðrum hætti ef ekki væri fyrir baráttu þess,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú. „Á sama tíma hefur margt hinsegin fólk á Íslandi lítið sem ekkert vald yfir eigin líkama, er háð greiningum lækna við að fá nauðsynleg lyf eða meðferðir, nær ómögulegt er fyrir samkynja pör að ættleiða börn og óþarfar aðgerðir eru gerðar á intersex börnum svo þau falli betur að kynjatvíhyggju samfélagsins. Það er því ansi langt í land en mikilvægt að nýta sér það sem hefur áunnist sem hvatningu í áframhaldandi baráttu.“ Embla segist vera af þeirri kynslóð sem kom út úr skápnum þegar miklar breytingar voru að verða á réttarstöðu hinsegin fólks. „Það veitti mér hvatningu og ég var meðvituð um að slíkar breytingar væru ekki sjálfsagðar en þó mögulegar. Í öllum fagnaðarlátunum og gleðinni sofnuðum við, sem þjóð, á verðinum með þeim afleiðingum að í dag uppfyllir Ísland innan við helming þeirra lagalegu skilyrða sem þarf til að tryggja borgaraleg réttindi hinsegin fólks samkvæmt tölum ILGA-Europe. Það er ólíðandi. Ég mun taka þátt í atriði Samtakanna '78 í gleðigöngunni þetta árið þar sem vakin verður athygli á stöðu Íslands samanborið við önnur lönd. Ég vona að þetta muni vekja okkur til vitundar og verða til þess að við gyrðum okkur í brók og krefjumst þess að allt hinsegin fólk á Íslandi búi við borgaraleg réttindi.“Reglulega barngerð Sem fötluð kona upplifir Embla það reglulega að vera barngerð og ekki treyst til þess að taka ábyrgð á eigin lífi. „Þessu fylgir gjarnan sú hugmynd að ég sé ekki kynvera, í raun kynlaus, og ófær um að hafa kynhneigð. Ég fann það þegar ég kom út úr skápnum að fólk efaðist um hæfni mína til að þekkja eigin kynhneigð og sumum þótti óþægilegt að ég væri að gefa til kynna að ég væri kynvera. Ég finn það stundum enn í dag að fólk horfir einkennilega á mig þegar ég leiði eða kyssi kærustuna mína á almannafæri en ég veit auðvitað ekki hvort það er að horfa vegna þess að ég er samkynhneigð, fötluð eða hvort tveggja,“ segir Embla og heldur áfram: „Einnig er sjaldan gert ráð fyrir því að fólk geti bæði verið fatlað og hinsegin því yfirleitt er talað um okkur sem tvo aðskilda hópa. Félagsleg staða okkar á Íslandi er t.d. þannig að eini opinberi hinsegin skemmtistaðurinn er óaðgengilegur mörgu fötluðu fólki sem hefur áhrif á möguleika okkar til þess að kynnast fólki og taka þátt í hluta af menningu hinsegin fólks.“ Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Réttindabarátta er langhlaup, með krókum og kimum, því getur verið erfitt að sjá hvernig hún stendur og hvað hefur áunnist. Í mínum huga er alveg ljóst að hinsegin baráttufólk hefur í gegnum tíðina náð miklum árangri og breytt viðhorfum og lögum. Tilvist mín væri með allt öðrum hætti ef ekki væri fyrir baráttu þess,“ segir Embla Guðrúnar Ágústsdóttir, talskona Tabú. „Á sama tíma hefur margt hinsegin fólk á Íslandi lítið sem ekkert vald yfir eigin líkama, er háð greiningum lækna við að fá nauðsynleg lyf eða meðferðir, nær ómögulegt er fyrir samkynja pör að ættleiða börn og óþarfar aðgerðir eru gerðar á intersex börnum svo þau falli betur að kynjatvíhyggju samfélagsins. Það er því ansi langt í land en mikilvægt að nýta sér það sem hefur áunnist sem hvatningu í áframhaldandi baráttu.“ Embla segist vera af þeirri kynslóð sem kom út úr skápnum þegar miklar breytingar voru að verða á réttarstöðu hinsegin fólks. „Það veitti mér hvatningu og ég var meðvituð um að slíkar breytingar væru ekki sjálfsagðar en þó mögulegar. Í öllum fagnaðarlátunum og gleðinni sofnuðum við, sem þjóð, á verðinum með þeim afleiðingum að í dag uppfyllir Ísland innan við helming þeirra lagalegu skilyrða sem þarf til að tryggja borgaraleg réttindi hinsegin fólks samkvæmt tölum ILGA-Europe. Það er ólíðandi. Ég mun taka þátt í atriði Samtakanna '78 í gleðigöngunni þetta árið þar sem vakin verður athygli á stöðu Íslands samanborið við önnur lönd. Ég vona að þetta muni vekja okkur til vitundar og verða til þess að við gyrðum okkur í brók og krefjumst þess að allt hinsegin fólk á Íslandi búi við borgaraleg réttindi.“Reglulega barngerð Sem fötluð kona upplifir Embla það reglulega að vera barngerð og ekki treyst til þess að taka ábyrgð á eigin lífi. „Þessu fylgir gjarnan sú hugmynd að ég sé ekki kynvera, í raun kynlaus, og ófær um að hafa kynhneigð. Ég fann það þegar ég kom út úr skápnum að fólk efaðist um hæfni mína til að þekkja eigin kynhneigð og sumum þótti óþægilegt að ég væri að gefa til kynna að ég væri kynvera. Ég finn það stundum enn í dag að fólk horfir einkennilega á mig þegar ég leiði eða kyssi kærustuna mína á almannafæri en ég veit auðvitað ekki hvort það er að horfa vegna þess að ég er samkynhneigð, fötluð eða hvort tveggja,“ segir Embla og heldur áfram: „Einnig er sjaldan gert ráð fyrir því að fólk geti bæði verið fatlað og hinsegin því yfirleitt er talað um okkur sem tvo aðskilda hópa. Félagsleg staða okkar á Íslandi er t.d. þannig að eini opinberi hinsegin skemmtistaðurinn er óaðgengilegur mörgu fötluðu fólki sem hefur áhrif á möguleika okkar til þess að kynnast fólki og taka þátt í hluta af menningu hinsegin fólks.“
Birtist í Fréttablaðinu Hinsegin Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira