Silfurmaðurinn Oozthuizen söng og neitar að gefast upp | Myndband Henry Birgir Gunnarsson skrifar 14. ágúst 2017 14:15 Oosthuizen svekktur á vellinum í gær. vísir/getty Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017 Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Louis Oosthuizen náði þeim svekkjandi árangri í gær að hafa lent í öðru sæti á öllum risamótunum í golfi. Góður árangur en svekkjandi. Oosthuizen varð þá annar á PGA-meistaramótinu ásamt Francesco Molinari og Patrick Reed. Silfuralslemma á stórmótum því í húsi hjá kappanum. Oosthuizen tapaði fyrir Bubba Watson í umspili á Masters árið 2012 og svo aftur í umspili gegn Zach Johnson á Opna breska árið 2015. Hann varð svo annar á US Open sama ár en þá vann Dustin Johnson. Aðeins fimm kylfingar í sögunni hafa náð að vinna öll risamótin í golfi. Það eru þeir Gene Sarazen, Ben Hogan, Gary Player, Jack Nicklaus og Tiger Woods. Oosthuizen er þó í góðum félagsskap með mönnum eins og Greg Norman sem varð átta sinnum í öðru sæti á stórmóti. Það er þó ekkert miðað við Jack Nicklaus sem varð nítján sinnum í öðru sæti. Það er met sem verður seint slegið. Suður-Afríkumaðurinn birti frábært myndband af sér á Twitter eftir mótið þar sem hann syngur lagið Rise up með Andra Day og er greinilega ekki af baki dottinn.Just finished my career grand slam second's .. "I'll rise up" pic.twitter.com/083aRityWn— Louis Oosthuizen (@Louis57TM) August 14, 2017
Golf Tengdar fréttir Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15 Mest lesið Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Åge Hareide látinn Fótbolti Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Sport Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Körfubolti Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Fleiri fréttir Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Thomas tryggði sér sigur á PGA-meistaramótinu með ótrúlegum lokakafla | Myndbönd Justin Thomas varð í dag 4. yngsti kylfingurinn í sögunni að tryggja sér sigur á PGA-meistaramótinu og vann um leið sitt fyrsta risamót í golfi eftir frábærar níu holur þar sem örlögin voru honum hliðholl. 13. ágúst 2017 23:15