Þrír dagar í gæsaveiðina Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2017 09:00 Einhverjir veiðimenn hafa líklega lagt veiðistöngunum nú þegar og farið að gera byssurnar klárar. Gæsaveiðin hefst að venju 20. ágúst og virðist sem varpið hafi tekist vel og gæsin hafi haft nóg að bíta og brenna í allt sumar. Þeir sem eru duglegastir að fara fyrstu vikurnar eru gjarnan á höttunum eftir heiðagæs en hún þykir afskaplega góð á þessum fyrstu vikum veiðitímabilsins þegar hún er búin að éta ber af mikilli áfergju en bragðið smitast einmitt út í bringurnar. Veiðin færist niður á akra og tún þegar líður á september og safnast þá gæsin saman í stóra hópa og sækir mikið í akrana bændum til mikils ama. Nokkrir bæir hafa leigt út tún til veiðihópa og er mikil ásókn í daga hjá þeim. Algengt er að greiða 25.000 krónur fyrir einn morgun í akri þar sem veiðivon er góð en verðið fer alveg upp í 70.000 krónur á bestu stöðunum en þá er leiðsögn, búnaður og fjórhjól innifalin og nokkrir aðilar eru farnir að bjóða upp á gistingu samhliða þessu ekkert ósvipuðu því sem veiðimenn eiga að venjast í laxveiði. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig veiðin fer af stað og við munum vera í góðu sambandi við skyttur um allt land og fá fréttir af gangi mála. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Einhverjir veiðimenn hafa líklega lagt veiðistöngunum nú þegar og farið að gera byssurnar klárar. Gæsaveiðin hefst að venju 20. ágúst og virðist sem varpið hafi tekist vel og gæsin hafi haft nóg að bíta og brenna í allt sumar. Þeir sem eru duglegastir að fara fyrstu vikurnar eru gjarnan á höttunum eftir heiðagæs en hún þykir afskaplega góð á þessum fyrstu vikum veiðitímabilsins þegar hún er búin að éta ber af mikilli áfergju en bragðið smitast einmitt út í bringurnar. Veiðin færist niður á akra og tún þegar líður á september og safnast þá gæsin saman í stóra hópa og sækir mikið í akrana bændum til mikils ama. Nokkrir bæir hafa leigt út tún til veiðihópa og er mikil ásókn í daga hjá þeim. Algengt er að greiða 25.000 krónur fyrir einn morgun í akri þar sem veiðivon er góð en verðið fer alveg upp í 70.000 krónur á bestu stöðunum en þá er leiðsögn, búnaður og fjórhjól innifalin og nokkrir aðilar eru farnir að bjóða upp á gistingu samhliða þessu ekkert ósvipuðu því sem veiðimenn eiga að venjast í laxveiði. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig veiðin fer af stað og við munum vera í góðu sambandi við skyttur um allt land og fá fréttir af gangi mála.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði Stóra Laxá að ná 400 löxum Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði