Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 17. ágúst 2017 10:00 Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýna að þrátt fyrir að seinni hluti laxveiðitímabilsins sé háflnaður en ennþá líf í kolunum. Ytri Rangá situr eins og síðustu vikur sem fastast í efsta sæti listans yfir aflahæstu árnar en vikuveiðin í henni var 865 laxar og er heildarveiðin komin í 3746 laxa og dettur yfir 4000 laxa rétt fyrir helgi haldi þessi veisla áfram. Aðrar ár sem ná vikuveiði yfir 100 laxa eru Eystri Rangá með 310 laxa veiði í vikunni en hún hefur sannarlega farið á flug núna í ágúst og góður kraftur virðist vera í laxagöngunum í hana. Miðfjarðará var með 213 laxa vikuveiði og er komin í 2386 laxa í heildana. Þverá og Kjarrá eru komnar í 1600 laxa en vikuveiðin þar var 134 laxar. Blanda var með 112 laxa veiði í vikunni. Síðan er vert að nefna Norðlingafljót en þar var veiðin 293 laxar en heildarveiðin fór í 548 laxa eftir þessa viku. Þetta verður líklega ,þegar lokatölur koma í hús í byrjun september úr þeim ám sem opnuðu fyrst, yfir meðalsumri í nokkrum ám en ljóst að veiðin fyrir norðan að Miðfjarðá undanskilinni er langt frá sínu besta og vel undir meðaltali. Heildarlistann má finna á www.angling.is Mest lesið Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði
Landssamband Veiðifélaga birti nýjar tölur í gærkvöldi sem sýna að þrátt fyrir að seinni hluti laxveiðitímabilsins sé háflnaður en ennþá líf í kolunum. Ytri Rangá situr eins og síðustu vikur sem fastast í efsta sæti listans yfir aflahæstu árnar en vikuveiðin í henni var 865 laxar og er heildarveiðin komin í 3746 laxa og dettur yfir 4000 laxa rétt fyrir helgi haldi þessi veisla áfram. Aðrar ár sem ná vikuveiði yfir 100 laxa eru Eystri Rangá með 310 laxa veiði í vikunni en hún hefur sannarlega farið á flug núna í ágúst og góður kraftur virðist vera í laxagöngunum í hana. Miðfjarðará var með 213 laxa vikuveiði og er komin í 2386 laxa í heildana. Þverá og Kjarrá eru komnar í 1600 laxa en vikuveiðin þar var 134 laxar. Blanda var með 112 laxa veiði í vikunni. Síðan er vert að nefna Norðlingafljót en þar var veiðin 293 laxar en heildarveiðin fór í 548 laxa eftir þessa viku. Þetta verður líklega ,þegar lokatölur koma í hús í byrjun september úr þeim ám sem opnuðu fyrst, yfir meðalsumri í nokkrum ám en ljóst að veiðin fyrir norðan að Miðfjarðá undanskilinni er langt frá sínu besta og vel undir meðaltali. Heildarlistann má finna á www.angling.is
Mest lesið Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Gæsaveiðin er í fullum gangi Veiði Lifnar yfir Stóru Laxá með hækkandi vatni Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fréttir af fyrstu vöktum laxveiðiánna Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði