Tækniklúður á Menningarnótt: Almenningur fann til með Friðriki Dór á tónleikum Rásar 2 Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 19. ágúst 2017 22:12 Friðrik Dór er afar vinsæll tónlistarmaður en svo virðist sem hljóðtæknin hafi komið í veg fyrir að hann næði að blómstra á sviði í sjónvarpinu. Vísir/ Óskar P. Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets Menningarnótt Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira
Mikil óánægja hefur látið á sér kræla varðandi útsendingu RÚV af Tónaflóði Rásar 2 á Menningarnótt. Landinn hefur látið í sér heyra á Twitter og á Facebook undir myllumerkjunum #Tónaflóð, #RÚV og #Menningarnótt. Aðallega virðist fólk kvarta yfir hljóðstjórninni. Mörgum finnst þetta ekki vera boðlegt og nefna að tónlistaratriðin skili sér herfilega í sjónvarpinu. Reykjavíkurdætur, SS Sól, Svala Björgvins og Friðrik Dór voru meðal þeirra sem tróðu upp. Svo virðist sem kvöldið hafi verið erfiðast hjá Friðriki Dór og höfðu margir áhyggjur af því að hann væri jafnvel orðinn veikur. Eftir tónleikana kom hann fram í viðtali á RÚV og sagði þetta hafa verið erfitt kvöld. „Mér hefur oft liðið betur eftir gigg en það er erfitt fyrir alla að moka upp eftir þrefalt rafmagnsleysi á tíu mínútum með ellefu manna band á sviðinu en svona gerist bara. Þetta er bein útsending, allt getur gerst í beinni. Við tókum þetta bara á kassann, keyrðum þetta í gegn og skemmtum okkur vel,“ sagði Friðrik í samtali við RÚV. Einar Bárðarson, umboðsmaður Íslands, segir mistökin greinilega hafa verið tæknilegs eðlis og biðlar til fólks um að anda rólega. Þá hefur Ragnheiður Júlíusdóttir, stórskytta Fram í handbolta, áhyggjur af Friðriki Þór og segir hann örugglega vera með hálsbólgu.Frikki með hálsbólgu? — Ragnheiður Júl (@RagnheidurJ) August 19, 2017 Hilmar Þór Guðmundsson, upplýsingafulltrúi KSÍ, segir hljóðstjórnina hjá RÚV vera að drepa Friðrik Dór.Frikki Dór var frábær í Landsbankanum í dag en þessi hljóðstjórn á Arnarhóli er alveg að drepa hann. Skelfilegt hreint út sagt. Laga RÚV! — Hilmar Þór (@hilmartor) August 19, 2017 Árni Helgason, lögmaður, líkir ástandinu við að hlusta á Útvarp Sögu.Þegar tæknimaðurinn ætlaði að setja hljóðið frá bandinu í eyrað en setti óvart í staðinn upptökur af Útvarpi Sögu pic.twitter.com/UoKFtvAqwE — Árni Helgason (@arnih) August 19, 2017Hægt er að fylgjast með tístum hér að neðan. #RUV Tweets
Menningarnótt Mest lesið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Ástfangnar í fjörutíu ár Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Menning Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Lífið Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sumarið er komið á Boozt Lífið samstarf „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sjá meira