Þorsteinn: Ólafía á bara eftir að verða betri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. ágúst 2017 19:15 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á opna breska meistaramótinu í golfi en þar mun hún etja kappi við bestu kylfinga heims. Þetta er fjórða risamót ársins í kvennagolfi og verður mótið í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla keppnisdaga. „Ég held að við getum vonast til þess að hún komist í gegnum niðurskurðinn. Ef það tekst kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá hana á meðal 30 efstu kylfinga,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafía hefur keppt á einu stórmóti til þessa, PGA-meistaramótinu í Chicago, þar sem hún missti naumlega af niðurskurðinum. Þorsteinn segir að árangur hennar í Skotlandi um síðustu helgi hafi verið magnaður þar sem hún spilaði frábært golf. „Það sem hefur helst breyst hjá henni er að hún er komin með svo mikla reynslu. Þegar við hittum hana á PGA-meistarmaótinu í Chicago sáum við að hún fékk enga eðlilega æfingahringi þar sem hún þarf að taka þátt í ýmsum atburðum með styrktaraðilum. Þetta er hún allt að læra núna.“ Þorsteinn reiknar með því að Ólafía þurfi helst að vinna í því að styrkja andlega þáttinn fremur en nokkuð annað. „Hún er að fá meiri trú á leiknum sínum en vantar aðeins að hún láti aðeins vita meira af sér. En það er að koma.“ Ólafía er sem stendur í 104. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar en efstu 100 endurnýja þátttökurétt sinn fyrir næstu leiktíð. „Það er öruggt að hún geri það, ef hún meiðist ekki. Hún hefur allt til þess að bera til að vera toppkylfingur. Hún er að springa út núna og á bara eftir að verða betri.“ Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur á morgun leik á opna breska meistaramótinu í golfi en þar mun hún etja kappi við bestu kylfinga heims. Þetta er fjórða risamót ársins í kvennagolfi og verður mótið í beinni útsendingu á Golfstöðinni alla keppnisdaga. „Ég held að við getum vonast til þess að hún komist í gegnum niðurskurðinn. Ef það tekst kæmi mér ekki á óvart ef við myndum sjá hana á meðal 30 efstu kylfinga,“ sagði Þorsteinn Hallgrímsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. Ólafía hefur keppt á einu stórmóti til þessa, PGA-meistaramótinu í Chicago, þar sem hún missti naumlega af niðurskurðinum. Þorsteinn segir að árangur hennar í Skotlandi um síðustu helgi hafi verið magnaður þar sem hún spilaði frábært golf. „Það sem hefur helst breyst hjá henni er að hún er komin með svo mikla reynslu. Þegar við hittum hana á PGA-meistarmaótinu í Chicago sáum við að hún fékk enga eðlilega æfingahringi þar sem hún þarf að taka þátt í ýmsum atburðum með styrktaraðilum. Þetta er hún allt að læra núna.“ Þorsteinn reiknar með því að Ólafía þurfi helst að vinna í því að styrkja andlega þáttinn fremur en nokkuð annað. „Hún er að fá meiri trú á leiknum sínum en vantar aðeins að hún láti aðeins vita meira af sér. En það er að koma.“ Ólafía er sem stendur í 104. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar en efstu 100 endurnýja þátttökurétt sinn fyrir næstu leiktíð. „Það er öruggt að hún geri það, ef hún meiðist ekki. Hún hefur allt til þess að bera til að vera toppkylfingur. Hún er að springa út núna og á bara eftir að verða betri.“
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira