Stikkfrí Magnús Guðmundsson skrifar 8. ágúst 2017 07:00 Það ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á Íslandi og hvergi er ástandið jafn slæmt og hjá þeim sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Stöðug fjölgun ferðamanna leiðir af sér að sífellt hærra hlutfall íbúðarhúsnæðis er nýtt fyrir ferðaþjónustu í svokallaðri Airbnb útleigu, auk þess sem stórt hlutfall eigna á höfuðborgarsvæðinu er í eigu örfárra fasteignafélaga sem á sinn þátt í að fasteigna- og leiguverð er langt umfram það sem eðlilegt getur talist í hlutfalli við ráðstöfunartekjur fjölmargra landsmanna. Í mars á þessu ári hafði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, á orði að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þyrftu að koma sér saman um að banna Airbnb til þess að reyna að tryggja eðlilegt framboð á litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Skömmu áður hafði Íslandsbanki sent frá sér skýrslu um íslenska ferðaþjónustu þar sem kom fram að aukningin á virkum gistirýmum með Airbnb hafi verið 116% á einu ári. Ekkert varð úr sameiginlegum aðgerðum en Kópavogsbær klóraði þó í bakkann fyrir skömmu með því að gefa neikvæðar umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gististaði þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, viðurkenndi fyrir skömmu að stefna borgarinnar dygði ekki til þess að hjálpa þeim sem væru í mestum vanda þar sem borgin hafi reynt að leggja áherslu á félagslega blöndun. Vel komi þó til greina að Félagsbústaðir fari að byggja íbúðir til þess að takast á við vandann og að borgin sé einnig að skoða að rýmka reglur um íbúðakaup til þess að koma til hjálpar þeim sem verst eru staddir. Það er ekki seinna vænna því það einfaldlega gengur ekki í okkar velferðarsamfélagi að fólk sé á götunni og það jafnvel með börn á vergangi. En það er ekki hægt að skella skuldinni allri á stóru sveitarfélögin. Hafnarfjörður er að grípa til aðgerða í þessum efnum eftir að hafa um tíma glímt við einkar erfiða fjárhagsstöðu. Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær virðast hins vegar ekki axla ábyrgð á félagslegum húsnæðisúrræðum með sama hætti, því þar er hlutfall félagslegs húsnæðis mun lægra. Þetta er auðvitað allt annað en ásættanlegt enda hefur Ármann Kr. Ólafsson bent á óréttlætið í því að sveitarfélögin deili ekki þessari ábyrgð með jöfnum hætti. Þetta er vitaskuld hárrétt hjá Ármanni. Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, telur að hlutverk ríkisins sé fyrst og fremst að sjá um samræmingu og aðstoð fyrir sveitarfélögin. Það er ágætt í sjálfu sér en eins og málin eru að þróast þá þarf ríkið ótvírætt að koma að þeim með meira afgerandi hætti. Það þarf að koma böndum á eignasöfnun örfárra fasteignafélaga og það þarf að setja mun strangari hömlur á útleigu húsnæðis fyrir ferðaþjónustu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og tryggja ábyrgð allra sveitarfélaga. Það gengur ekki að sum sveitarfélög og svo ríkisvaldið sjálft séu stikkfrí undan aðgerðum þegar fólk er á götunni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. ágúst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun
Það ríkir ófremdarástand í húsnæðismálum á Íslandi og hvergi er ástandið jafn slæmt og hjá þeim sem þurfa á félagslegum úrræðum að halda. Stöðug fjölgun ferðamanna leiðir af sér að sífellt hærra hlutfall íbúðarhúsnæðis er nýtt fyrir ferðaþjónustu í svokallaðri Airbnb útleigu, auk þess sem stórt hlutfall eigna á höfuðborgarsvæðinu er í eigu örfárra fasteignafélaga sem á sinn þátt í að fasteigna- og leiguverð er langt umfram það sem eðlilegt getur talist í hlutfalli við ráðstöfunartekjur fjölmargra landsmanna. Í mars á þessu ári hafði Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og formaður Sambands sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, á orði að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu þyrftu að koma sér saman um að banna Airbnb til þess að reyna að tryggja eðlilegt framboð á litlum og meðalstórum íbúðum á húsnæðismarkaði. Skömmu áður hafði Íslandsbanki sent frá sér skýrslu um íslenska ferðaþjónustu þar sem kom fram að aukningin á virkum gistirýmum með Airbnb hafi verið 116% á einu ári. Ekkert varð úr sameiginlegum aðgerðum en Kópavogsbær klóraði þó í bakkann fyrir skömmu með því að gefa neikvæðar umsagnir um rekstrarleyfi fyrir gististaði þar sem gert er ráð fyrir íbúðabyggð. Ilmur Kristjánsdóttir, formaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar, viðurkenndi fyrir skömmu að stefna borgarinnar dygði ekki til þess að hjálpa þeim sem væru í mestum vanda þar sem borgin hafi reynt að leggja áherslu á félagslega blöndun. Vel komi þó til greina að Félagsbústaðir fari að byggja íbúðir til þess að takast á við vandann og að borgin sé einnig að skoða að rýmka reglur um íbúðakaup til þess að koma til hjálpar þeim sem verst eru staddir. Það er ekki seinna vænna því það einfaldlega gengur ekki í okkar velferðarsamfélagi að fólk sé á götunni og það jafnvel með börn á vergangi. En það er ekki hægt að skella skuldinni allri á stóru sveitarfélögin. Hafnarfjörður er að grípa til aðgerða í þessum efnum eftir að hafa um tíma glímt við einkar erfiða fjárhagsstöðu. Garðabær, Seltjarnarnes og Mosfellsbær virðast hins vegar ekki axla ábyrgð á félagslegum húsnæðisúrræðum með sama hætti, því þar er hlutfall félagslegs húsnæðis mun lægra. Þetta er auðvitað allt annað en ásættanlegt enda hefur Ármann Kr. Ólafsson bent á óréttlætið í því að sveitarfélögin deili ekki þessari ábyrgð með jöfnum hætti. Þetta er vitaskuld hárrétt hjá Ármanni. Þorsteinn Víglundsson, félags- og húsnæðismálaráðherra, telur að hlutverk ríkisins sé fyrst og fremst að sjá um samræmingu og aðstoð fyrir sveitarfélögin. Það er ágætt í sjálfu sér en eins og málin eru að þróast þá þarf ríkið ótvírætt að koma að þeim með meira afgerandi hætti. Það þarf að koma böndum á eignasöfnun örfárra fasteignafélaga og það þarf að setja mun strangari hömlur á útleigu húsnæðis fyrir ferðaþjónustu, einkum á höfuðborgarsvæðinu, og tryggja ábyrgð allra sveitarfélaga. Það gengur ekki að sum sveitarfélög og svo ríkisvaldið sjálft séu stikkfrí undan aðgerðum þegar fólk er á götunni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 8. ágúst.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun