Enn möguleiki fyrir Ólafíu að komast á opna breska Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. júlí 2017 11:04 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur verið að spila vel í Skotlandi. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast á opna breska meistaramótið sem fer fram um næstu helgi. Til þess þarf Ólafía að vera meðal efstu kylfinga á opna skoska meistaramótinu sem lýkur í dag. Ólafía er í 6.-8. sæti fyrir lokahringinn. Þrjú sæti eru enn laus fyrir kylfinga af Evrópumótaröðinni en mótið í Skotlandi er sameiginlegt fyrir LPGA-mótaröðina bandarísku og Evrópumótaröðina. Ef að Ólafía verður meðal þriggja tekjuhæstu kylfinga Evrópumótaraðarinnar sem hafa nú þegar ekki tryggt sér sæti á opna breska fær hún þátttökurétt á mótinu sem fer fram um næstu helgi. Ólafía er vitanlega með engar tekjur á Evrópumótaröðinni í ár enda eingöngu verið að keppa á LPGA-mótaröðinni. Erfitt er að segja fyrirfram hversu ofarlega hún þurfi að lenda til að komast inn á Opna breska, sem er eitt af stórmótum ársins, en verði hún í einu af efstu sætunum verður það mögulegt. Ólafía hefur leik á lokahringnum klukkan 11.02 í dag og er fylgst með gengi hennar í fréttinni hér fyrir neðan. Bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 14.00 í dag. Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir á enn möguleika á að komast á opna breska meistaramótið sem fer fram um næstu helgi. Til þess þarf Ólafía að vera meðal efstu kylfinga á opna skoska meistaramótinu sem lýkur í dag. Ólafía er í 6.-8. sæti fyrir lokahringinn. Þrjú sæti eru enn laus fyrir kylfinga af Evrópumótaröðinni en mótið í Skotlandi er sameiginlegt fyrir LPGA-mótaröðina bandarísku og Evrópumótaröðina. Ef að Ólafía verður meðal þriggja tekjuhæstu kylfinga Evrópumótaraðarinnar sem hafa nú þegar ekki tryggt sér sæti á opna breska fær hún þátttökurétt á mótinu sem fer fram um næstu helgi. Ólafía er vitanlega með engar tekjur á Evrópumótaröðinni í ár enda eingöngu verið að keppa á LPGA-mótaröðinni. Erfitt er að segja fyrirfram hversu ofarlega hún þurfi að lenda til að komast inn á Opna breska, sem er eitt af stórmótum ársins, en verði hún í einu af efstu sætunum verður það mögulegt. Ólafía hefur leik á lokahringnum klukkan 11.02 í dag og er fylgst með gengi hennar í fréttinni hér fyrir neðan. Bein útsending hefst á Golfstöðinni klukkan 14.00 í dag.
Golf Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira