Notaði ekki helminginn af fötunum og dró því úr innkaupum Sólveig Gísladóttir skrifar 12. júlí 2017 21:00 Sylvía Briem Friðjónsdóttir. Vísir/Eyþór Sylvía Briem Friðjónsdóttir ákvað að draga úr magninnkaupum á fötum og kaupir nú færri flíkur en veglegri.Þrjú af uppáhaldsúrum Sylvíu.Vísir/Eyþór„Ég spáði meira í tísku hér áður fyrr en er farin að gera það minna núna. Ég vil venja mig af því að fylgjast of vel með og skapa mig svolítið sjálf,“ segir Sylvía sem er Dale Carnegie- og heilsumarkþjálfi og starfar auk þess í Ölgerðinni. Hún segir stíl sinn eiga til að breytast dag frá degi, oft út frá skapi. „Ég er samt farin að finna mér flíkur sem eru þægilegar, fjölnota og veglegar. Ég var áður þessi „bulk“ neytandi. Gat keypt endalaust en notaði ekki helminginn. Ég er að reyna að draga úr því.“Sylvía segist vera veskjasjúk enda á hún ófá slík.Vísir/EyþórSylvía segist helst kaupa föt erlendis en eftirlætisbúðin hennar hér heima er Zara. „Finnst alltaf til mjög fallegar vörur þar.“ En á hún einhverja uppáhaldsflík? „Ég á það til að fá mjög leið á hlutum en sú flík sem ég fæ ekki leið á er svarti leðurjakkinn minn. Hann passar einhvern veginn alltaf.“Hvað með fylgihluti? „Ég er algerlega veskja-, hatta- og úrasjúk en er lítið með skart. Reyndar nánast aldrei.“ Sylvía segist sækja innblástur úr nærumhverfinu. „Mér finnst íslenskar konur almennt mjög fallega klæddar. Mér finnst eiginlega skemmtilegast að horfa í kringum mig hér heima og sækja mér innblástur þar.“Sylvía heldur mikið upp á hatta og hér má sjá smá brot úr safninu.Vísir/EyþórSylvía segir íslenskar konur fjölbreyttar í klæðavali. „Maður sér svo margar týpur sem mér þykir mjög áhugavert!“Sylvía í jakka frá Selected og skyrtu úr Urban Outfitters en buxurnar eru Oroblu gallaleggings.Vísir/Eyþór Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira
Sylvía Briem Friðjónsdóttir ákvað að draga úr magninnkaupum á fötum og kaupir nú færri flíkur en veglegri.Þrjú af uppáhaldsúrum Sylvíu.Vísir/Eyþór„Ég spáði meira í tísku hér áður fyrr en er farin að gera það minna núna. Ég vil venja mig af því að fylgjast of vel með og skapa mig svolítið sjálf,“ segir Sylvía sem er Dale Carnegie- og heilsumarkþjálfi og starfar auk þess í Ölgerðinni. Hún segir stíl sinn eiga til að breytast dag frá degi, oft út frá skapi. „Ég er samt farin að finna mér flíkur sem eru þægilegar, fjölnota og veglegar. Ég var áður þessi „bulk“ neytandi. Gat keypt endalaust en notaði ekki helminginn. Ég er að reyna að draga úr því.“Sylvía segist vera veskjasjúk enda á hún ófá slík.Vísir/EyþórSylvía segist helst kaupa föt erlendis en eftirlætisbúðin hennar hér heima er Zara. „Finnst alltaf til mjög fallegar vörur þar.“ En á hún einhverja uppáhaldsflík? „Ég á það til að fá mjög leið á hlutum en sú flík sem ég fæ ekki leið á er svarti leðurjakkinn minn. Hann passar einhvern veginn alltaf.“Hvað með fylgihluti? „Ég er algerlega veskja-, hatta- og úrasjúk en er lítið með skart. Reyndar nánast aldrei.“ Sylvía segist sækja innblástur úr nærumhverfinu. „Mér finnst íslenskar konur almennt mjög fallega klæddar. Mér finnst eiginlega skemmtilegast að horfa í kringum mig hér heima og sækja mér innblástur þar.“Sylvía heldur mikið upp á hatta og hér má sjá smá brot úr safninu.Vísir/EyþórSylvía segir íslenskar konur fjölbreyttar í klæðavali. „Maður sér svo margar týpur sem mér þykir mjög áhugavert!“Sylvía í jakka frá Selected og skyrtu úr Urban Outfitters en buxurnar eru Oroblu gallaleggings.Vísir/Eyþór
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Hlaupadellan varð að fatamerki: „Ég er giftur götunni“ Skemmtilegasti partur dagsins að klæða sig upp „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Íslensk hátíska úr fiskileðri slær í gegn í Vogue Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Upprunalega Birkin taskan seld á rúman milljarð „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ Sjá meira