Píratinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 1. júlí 2017 07:00 Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Ísland er síðasta vígi Norður-Atlantshafslaxins Ingólfur Ásgeirsson Skoðun Menntasjóður, skref í rétta átt? Eyrún Baldursdóttir Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson Skoðun
Pírati og manneskja úti í bæ tóku tal saman: Jæja, þetta er nú alveg ágætt land sem við búum í. Pírati: „HÉR VARÐ HRUUUN. ÞETTA ER ÖMURLEGT LAND.“ Já, en það hefur gengið mjög vel hjá okkur, lífskjörin aldrei betri, skuldir lækka og launin hækka, þannig að?… Pírati: „ÞAÐ ER EKKERT AÐ MARKA, ÞETTA ER VERSTA LAND Í HEIMI.“ Jú, það er að marka, ertu ekki búinn að sjá allar þessar alþjóðlegu kannanir sem sýna að við erum í fremstu röð. Pírati: „HRUUN, OG ÞETTA ÚTLENSKA LIÐ ER ALLT SPILLT, ÉG MEINA HVER LÆTUR ÞAU HAFA GÖGNIN, HA, BJARNI BEN?“ Þetta eru alþjóðlegar stofnanir og ég er viss um að?… Pírati: „VISS, PISS, ÞAÐ ER MESTA FÁTÆKT Í HEIMI HÉRNA OG MESTA ÓRÉTTLÆTI Í ÖLLU OG MESTA SPILLING.“ Bíddu nú við, þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það er einna minnsti launamunur í heimi hérna á Íslandi. Pírati: „HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÉG MEINA , ÞAÐ VARÐ HRUUUN!“ Þú ert búinn að segja það, rannsóknirnar sýna að það er mjög mikið jafnrétti hérna á Íslandi og staða kvenna í samfélaginu er hvað best hérna og?… Pírati: „ÉG HLUSTA EKKI Á ÞETTA, ÞETTA ER SVO ÖÖÖMURLEGT ÞJÓÐFÉLAG OG ÞÚ ERT AUÐVALDSLÚÐUR.“ Heyrðu, allar þessar alþjóðlegu rannsóknir sýna að það gengur vel hérna, ekkert atvinnuleysi, launin hækka og hækka, ríkissjóðurinn með afgang, fólkið borgar niður skuldir, mikill jöfnuður og þú tekur ekkert mark á þessu, ókei, það er ekki allt fullkomið hérna en finnst þér þetta vera málefnalegt hjá þér? Pírati: „MÉR LÍÐUR SVONA – HRUUUUUUN.“ Svona, svona.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun