Fagnar stærra ábyrgðarhlutverki Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 8. júlí 2017 06:00 Sif Atladóttir er lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins sem hefur leik á EM 18. júlí. vísir/Ernir Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“ EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Sif Atladóttir hefur verið fastamaður í landsliðinu lengi og er á leiðinni á sitt þriðja stórmót með íslenska liðinu. Fréttablaðið hitti á hana fyrir æfingu landsliðsins á dögunum og heyrði í henni hljóðið. „Stemmingin er bara góð. Ég er búin að eiga góða fyrstu daga og maður er spenntur fyrir deginum í dag,“ sagði Sif, en landsliðið var að koma saman á sína fyrstu æfingu fyrir Evrópumótið í Hollandi sem hefst sunnudaginn 16. júlí. Ísland spilar í C-riðli og hefur leik gegn Frökkum þriðjudaginn 18. júlí. Hvernig er að vera á leiðinni á sitt þriðja stórmót?„Hvert stórmót er sérstakt út af fyrir sig, en maður er kannski rólegri í ár miðað við áður. Þetta er fyrsta stórmótið þar sem maður er í formi, fyrir utan kannski 2009 þar sem ég var mest bara á bekknum, því 2013 þá var ég svo mikið meidd, þannig að þetta verður spennandi.“ Þrátt fyrir meiðsli byrjaði Sif þrjá af fjórum leikjum Íslands á Evrópumótinu árið 2013 og var lykilmaður í varnarlínu Íslands. Hún verður 32 ára daginn áður en Evrópumótið verður sett og er einn af reyndustu leikmönnum liðsins, með 50 landsleiki að baki.Kynslóðaskipti í liðinu Undanfarið hafa verið ákveðin kynslóðaskipti í landsliðinu, reyndir leikmenn hafa verið að leggja skóna á hilluna og yngri að stíga fram í sviðsljósið. Spurð út í hvernig hún upplifi þessar breytingar sagði Sif: „Þetta er bara gaman. Það er ógeðslega gaman að sjá þessar stelpur koma upp og stíga upp á þetta stig. Það sýnir hvað íslensk knattspyrna er frábær og á leiðinni upp. Það þýðir að ég fæ kannski meiri ábyrgð heldur en maður hefur verið með, en maður tekur því fagnandi.“ Eftir farsælan feril skyldi fáa undra þótt Sif væri sjálf með hugann við að leggja frá sér landsliðsskóna. Aðspurð segist hún þó ekki vera farin að huga að því. „Nei, á meðan líkaminn heldur og þetta er skemmtilegt þá sér maður enga ástæðu til að hætta. Það er HM eftir tvö ár og af hverju ekki að stefna þangað eins og að stefna á EM 2017?“ Ísland hefur aldrei komist í lokakeppni heimsmeistaramóts og því ekki skrítið að hugurinn stefni þangað, en Sif vildi þó ekki gefa neitt út um þau markmið. „Við byrjum á þessu núna í sumar og svo ræðum við hitt í haust,“ sagði Sif glöð í bragði.Sjöunda árið í Svíþjóð Sif hefur verið á mála hjá sænska liðinu Kristianstad síðan árið 2011 og byrjar sitt sjöunda ár hjá liðinu í haust. Hún hefur spilað 72 leiki fyrir félagið sem er í efstu deild í Svíþjóð. Spurð hvort hún ætli sér að vera þar um ókomna tíð segir Sif: „Já, á meðan líkaminn heldur og maður nær að halda tempói og fólk vill hafa mann í liðinu. Ég held það sé nú mest það, að maður sé að standa sig vel og halda áfram að fá tækifæri til þess að spila við þá bestu, á móti þeim bestu og með þeim bestu.“
EM 2017 í Hollandi Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira