Game of Thrones-stjarna tekur í sama streng og Björk Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. júlí 2017 10:18 Lena Headey í hlutverki hinnar margslungnu Cersei Lannister. HBO Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“ Game of Thrones Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Lena Headey, leikkonan sem er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt sem Cersei Lannister í þáttunum Game of Thrones, segir að hún hafi ekki fengið fjöldamörg hlutverk vegna þess að hún neitaði að daðra í áheyrnarprufunum. Leikkonan lýsti reynslu sinni af kynjamisrétti í Hollywood í spjalli hennar og Maisey Williams, sem leikur Aryu Stark í GoT, við tímaritið The Edit. Þar segir hún meðal annars: „Þegar ég var á þrítugsaldri og fór í margar áheyrnarprufur í Bandaríkjunum sagði einn ráðningarstjórinn við mig: „Karlarnir fara með upptökurnar heim til sín, horfa á þær og spyrja sig, „hverri þeirra myndirðu sofa hjá?“ segir Headey og bætir við: „Ég hef aldrei leikið þann leik að mæta í áheyrnarprufur og daðra. Ég hef aldrei gert það.“ Hún kveðst vera hamingjusamari í dag og segir kröfurnar til hennar vera allt aðrar nú þegar hún er kominn á fimmtugsaldur. „Það eru ekki gerðar útlitskröfur til kvennanna sem ég leik í dag. Sú pressa er farin af mér. Karlkynsleikarar geta leyft sér að vera „áhugaverðir“ en það er gerð rík krafa til kvenna um að vera fallegar og grannar.“Tekur í sama streng og BjörkHún telur að konur standi frammi fyrir miklum hindrunum þegar kemur að því að öðlast virðinguna sem þær eiga skilið í skemmtanabransanum. „Ég ræddi þetta við aðra leikkonu um daginn. Hún sagði: „Upplifirðu það líka að þurfa að segja sjö sinnum það sem karlmenn þurfa bara að segja einu sinni?“ Þessi reynsla helst í hendur við fræg ummæli Bjarkar Guðmundsdóttir, sem hún lét meðal annars falla í viðtali við Pitchfork. „Allt það sem karl segir einu sinni þurfa konur að segja fimm sinnum.“
Game of Thrones Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira