Ólafía kláraði á tíu undir pari eftir skrautlegan lokadag Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. júlí 2017 19:45 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti rysjóttan dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, lauk leik á tíu höggum undir pari á Thornberry Creek Classic-mótinu í Wisconsin í Bandaríkjunum í dag en mótið er hluti af PGA-mótaröðinni. Ólafía var á tíu höggum undir fyrir lokahringinn. Dagurinn byrjaði vel hjá Ólafíu sem fékk fugl á annarri braut en það tók að halla undan fæti þegar hún fékk þrjá skolla á fjórum holum og var allt í einu komin átta höggum undir par. Hún lét þetta ekki á sig fá og nældi í fugl á níundu holu og var þá einum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafía fékk fjórða skollann á tólftu holu en rétti sig við á 13. og 14. holu þar sem hún fékk fugla og endaði daginn á pari eftir nokkuð skrautlegan lokadag. Um tíma stefndi í að hún væri að bæta sinn besta árangur en svo verður ekki. Það kemur í ljós aðeins síðar í kvöld hver lokastaða hennar verður en hún er í kringum 40. sætið sem gefur henni um eina milljón króna í verðlaunafé.
Golf Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Amad bjargaði stigi fyrir United Enski boltinn Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira