Í eldhúsi Evu: Laxa tacos Eva Laufey skrifar 3. júlí 2017 21:00 Laxinn tekur sig vel út í skeljunum. Eva Laufey Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að laxa tacos. Laxa tacos 600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt skorin ½ rauð paprika 1 stór tómatur, fínt skorinn 1 msk fínsaxaður kóríander safi og rifinn börkur af ½ límónu 1 tsk gróft salt Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt niður og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar og kreistið safann úr límónunni yfir. Geymið salsa í kæli áður en þið berið það fram. Hitið tacoskeljar í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, þið getið auðvitað notað heilhveitivefjur líka. Berið laxinn fram í tacoskeljum og hellið vel af sósu yfir rétt áður en þið berið skeljarnar fram. Einföld kóríandersósa Handfylli kóríander 1-2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 dl sýrður rjómi Rifinn börkur af ¼ límónu Aðferð: Merjið kóríander og ólífuolíu í mortéli eða í matvinnsluvél, blandið kóríanderblöndunni saman við sýrða rjómann og rífið niður börk af límónu. Kryddið til með salti og pipar. Eva Laufey Lax Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fékk veipeitrun Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Í þáttunum Í eldhúsi Evu, sem sýndir eru á Stöð 2 á fimmtudögum, töfra ég fram ýmsar kræsingar. Hér má finna uppskrift að laxa tacos. Laxa tacos 600 – 700 g lax, skorinn í litla teninga 2 msk ólífuolía 1 tsk paprikukrydd 1 tsk cumin krydd salt og pipar, magn eftir smekk 1 hvítlauksrif Við steikingu: 1 msk ólífuolía 1 límóna 1 msk sesamfræ Aðferð: Skerið laxinn í jafn stóra bita, kryddið til með kryddunum sem eru talin upp hér að ofan og bætið olíunni saman við. Rífið niður hvítlauk og bætið honum saman við. Hitið ólífuolíu á pönnu, steikið fiskinn í nokkrar mínútur eða þar til hann er eldaður í gegn. Sáldrið sesamfræjum yfir fiskinn í lokin og kreistið safann úr hálfri límónu yfir fiskinn. Blandið laxinum saman við mangósalsa og berið fram í tacoskeljum. Mangósalsa 1 ferskt mangó í teningum 1 rauðlaukur, meðalstór fínsaxaður ½ agúrka, smátt skorin ½ rauð paprika 1 stór tómatur, fínt skorinn 1 msk fínsaxaður kóríander safi og rifinn börkur af ½ límónu 1 tsk gróft salt Ferskmalaður svartur pipar, magn eftir smekk Aðferð: Skerið hráefnin afar smátt niður og blandið saman í skál, kryddið til með salti og pipar og kreistið safann úr límónunni yfir. Geymið salsa í kæli áður en þið berið það fram. Hitið tacoskeljar í ofni samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum, þið getið auðvitað notað heilhveitivefjur líka. Berið laxinn fram í tacoskeljum og hellið vel af sósu yfir rétt áður en þið berið skeljarnar fram. Einföld kóríandersósa Handfylli kóríander 1-2 msk ólífuolía Salt og pipar 2 dl sýrður rjómi Rifinn börkur af ¼ límónu Aðferð: Merjið kóríander og ólífuolíu í mortéli eða í matvinnsluvél, blandið kóríanderblöndunni saman við sýrða rjómann og rífið niður börk af límónu. Kryddið til með salti og pipar.
Eva Laufey Lax Sjávarréttir Taco Uppskriftir Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið Deila fyrstu myndunum af hvort öðru Lífið Jólagjafahugmyndir sem hitta í mark Lífið samstarf „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Lífið Fékk veipeitrun Lífið Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira