Porsche og Bosch sæta rannsóknum vegna dísilvélasvindlsins Finnur Thorlacius skrifar 30. júní 2017 16:55 Þriggja lítra dísilvél í Porsche Cayenne. Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi. Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent
Saksóknari í Stuttgart hefur nú hafið rannsókn á þætti Porsche og Bosch í dísilvélasvindlinu sem fannst fyrst í bílum Volkswagen. Þessi svindlhugbúnaður hefur einnig fundist í bílum Audi og Porsche. Í Porsche Cayenne með 3,0 lítra dísilvélinni fannst þessi búnaður, en sú vél er framleidd af Audi. Bæði fyrirtækin eru í eigu Volkswagen Group. Rannsóknin nú snýr að því hvort Porsche hafi verið kunnugt um að þessi svindlhugbúnaður hafi fylgt í þessum vélum. Þáttur Bosch snýr að því að hafa búið þennan búnað til í upphafi. Rannsóknin er á frumstigi og enginn hefur verið ákærður enn. Einir þrír starfsmenn hjá Bosch sæta rannsóknum og eru þeir allir yfirmenn hjá Bosch. Saksóknari útilokar ekki að rannsóknin nú gæti leitt til ákæru á fleiri starfsmenn beggja þessara fyrirtækja en fullsannað þykir að Bosch hjálpaði til við að þróa þann EDC17 vélstjórnunarbúnað sem Volkswagen notaði með EA189 dísilvélinni sem svindlið fyrst uppgötvaðist í. Hvorki Porsche né Bosch hafi neitt látið frá sér fara um þessa rannsókn nú, sem er reyndar á frumstigi.
Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent