19 ára Kate Moss auglýsir nýjan ilm Calvin Klein Ritstjórn skrifar 21. júní 2017 11:00 Freknur, sandur og sjór. Engin förðun, engin hárgreiðsla og enginn stílisti. Eitthvað þessu líkt hefur Calvin Klein notað áður en myndir frá þessari tilteknu töku sáust fyrst árið 1993 fyrir ilminn Obsession. Calvin Klein fékk þáverandi kærasta Kate Moss, ljósmyndarann Mario Sorrenti til að taka myndir af henni, og sendu þau í ,,frí” í hús við strönd, en þá var Kate aðeins 19 ára gömul. Í heimi stútfullum af auglýsingum og vörumerkjum er löngun til að finna eitthvað ekta og alvöru. Nú hafa þeir leitað aftur í tímann í gamlar en vel geymdar upptökur og hafa ákveðið að nota hluta af efni sem aldrei hefur sést áður til að kynna nýja ilminn, Obsessed. Ilmurinn verður kynntur þann 1. júlí og munu fleiri myndir og upptökur fylgja eftir. Skemmtileg þróun hjá Clavin Klein sem hafa verið þekktir fyrir að ryðja brautina. Mest lesið Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Hver stund er dýrmæt Glamour Þetta eru bestu tískuskólarnir í heiminum í dag Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Eftirminnilegu Óskarskjólarnir Glamour Lék sér með Gucci-lógóið Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Snobb Glamour Teiknimyndasaga um Dior Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour
Freknur, sandur og sjór. Engin förðun, engin hárgreiðsla og enginn stílisti. Eitthvað þessu líkt hefur Calvin Klein notað áður en myndir frá þessari tilteknu töku sáust fyrst árið 1993 fyrir ilminn Obsession. Calvin Klein fékk þáverandi kærasta Kate Moss, ljósmyndarann Mario Sorrenti til að taka myndir af henni, og sendu þau í ,,frí” í hús við strönd, en þá var Kate aðeins 19 ára gömul. Í heimi stútfullum af auglýsingum og vörumerkjum er löngun til að finna eitthvað ekta og alvöru. Nú hafa þeir leitað aftur í tímann í gamlar en vel geymdar upptökur og hafa ákveðið að nota hluta af efni sem aldrei hefur sést áður til að kynna nýja ilminn, Obsessed. Ilmurinn verður kynntur þann 1. júlí og munu fleiri myndir og upptökur fylgja eftir. Skemmtileg þróun hjá Clavin Klein sem hafa verið þekktir fyrir að ryðja brautina.
Mest lesið Akkúrat opnar í miðbænum Glamour Hver stund er dýrmæt Glamour Þetta eru bestu tískuskólarnir í heiminum í dag Glamour Bakvið töldin í frægasta tískupartýi í heimi Glamour Eftirminnilegu Óskarskjólarnir Glamour Lék sér með Gucci-lógóið Glamour Hráar og óunnar myndir í Pirelli dagatalinu 2017 Glamour Tyrfingur Tyrfingsson: Snobb Glamour Teiknimyndasaga um Dior Glamour Nýjasta herferð Stellu McCartney mynduð á ruslahaugunum Glamour