Ætlar að verða rappari Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 25. júní 2017 09:15 Ég parkora líka og ætla örugglega að fara að æfa það í haust, segir Daníel Kjartan Smart. Vísir/Eyþór Árnason Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“ Krakkar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira
Daníel Kjartan Smart er með smá lit á puttunum þegar ég hitti hann. „Ég er svo oft að teikna,“ útskýrir hann og sýnir mér karl sem prýðir vinstra handarbakið. Hann hefur engar áhyggjur af því þó hann hverfi. „Ég hef hann bara þangað til hann fer,“ segir hann. Sennilega er stutt í að teikningin hverfi því Daníel Kjartan er á förum til Spánar og þar fara flestir á ströndina á þessum árstíma. „Það verður örugglega heitt en það verður vatnsgarður nálægt staðnum sem við verðum á,“ segir hann og kveðst hlakka til. Hefurðu farið áður til Spánar? „Já, ég hef farið einu sinni áður, ég var á síðasta ári í leikskóla þá. Núna er ég tíu ára.“ Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? „Að leika úti með vinum mínum og vera með fjölskyldunni.“ Hvaðan kemur eftirnafnið þitt Smart? „Það er skoskt og kemur frá afa mínum. Ég á tvær mömmur, báðar íslenskar en önnur á skoskan pabba.“ Heldur þú upp á einhvern sérstakan tónlistamann? „Já, Eminem, hann er rappari.“ Kanntu einhverja texta með honum? „Ég kann Lose yourself og smá í Not afraid. Vinur minn er líka hrifinn af Eminem og við ætlum að verða rapparar þegar við verðum stórir. Við erum búnir að ákveða nöfn. Hann heitir Emminemmi og ég Demminemm og við ætlum að rappa saman.“ Eruð þið byrjaðir að æfa? „Nei, við ætluðum að æfa okkur eftir eitt afmæli en svo breyttist planið og hann fór til Danmerkur en hann kemur aftur.“ Ertu eitthvað í íþróttum? „Já, ég æfði körfubolta, breikdans og klifur í vetur. Ég parkoura líka og er örugglega að fara að æfa það í haust.“ Hvað er parkour? „Það er svona stökkíþrótt, þeir sem eru komnir langt stökkva milli bygginga.“
Krakkar Mest lesið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Fleiri fréttir Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Sjá meira