Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní Karl Lúðvíksson skrifar 13. júní 2017 10:17 Björn með flotta urriða úr Skalavatni í fyrra Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Veiðivötn er líklega eitt vinsælasta silungsveiðisvæði landsins en þangað mætir mikill fjölda veiðimanna á hverju sumri til að veiða í einhverri fallegustu umgjörð sem nokkurt veiðisvæði getur fengið. Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní og samkvæmt upplýsingum af heimasíðu vatnana eru laus leyfi í vötnin nokkur og eins er ennþá laust í nokkur gistipláss en það hefur verið ansi umsetið að komast að í gistingu á hverju sumri við vötnin. Veiðin í fyrra var 27.444 fiskar og á heimasíðu Veiðivatna má sjá hvernig veiðin dreifðist um vötnin en Snjóölduvatn, Litli Sjór og Hraunsvötn eru alltaf gjöful og meðal þeirra vatna sem gáfu mesta veiði í fyrra en vötnin eru mörg og veiðin mjög góð í flestum þeirra. Það sem gerir heimsókn í Veiðivötn svo spennandi er að það er hægt að fara á milli vatna og gera þá sérstaklega út á bleikju eða urriða, fara í vötn þar sem veiðin er ekki endilega mikil en fiskurinn stór og þar má kannski helst nefna Grænavatn en Hraunsvötn gefa þó líka ansi stóra fiska. Fluguveiði er að verða sífellt vinsælli og er svo komið að margir mæta eingöngu með flugu upp í vötn. Það verður spennandi að sjá hvernig vötnin opna um komandi helgi og við komum til með að fylgjast vel með þeirri opnun. Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði
Veiðivötn er líklega eitt vinsælasta silungsveiðisvæði landsins en þangað mætir mikill fjölda veiðimanna á hverju sumri til að veiða í einhverri fallegustu umgjörð sem nokkurt veiðisvæði getur fengið. Veiði hefst í Veiðivötnum 18.júní og samkvæmt upplýsingum af heimasíðu vatnana eru laus leyfi í vötnin nokkur og eins er ennþá laust í nokkur gistipláss en það hefur verið ansi umsetið að komast að í gistingu á hverju sumri við vötnin. Veiðin í fyrra var 27.444 fiskar og á heimasíðu Veiðivatna má sjá hvernig veiðin dreifðist um vötnin en Snjóölduvatn, Litli Sjór og Hraunsvötn eru alltaf gjöful og meðal þeirra vatna sem gáfu mesta veiði í fyrra en vötnin eru mörg og veiðin mjög góð í flestum þeirra. Það sem gerir heimsókn í Veiðivötn svo spennandi er að það er hægt að fara á milli vatna og gera þá sérstaklega út á bleikju eða urriða, fara í vötn þar sem veiðin er ekki endilega mikil en fiskurinn stór og þar má kannski helst nefna Grænavatn en Hraunsvötn gefa þó líka ansi stóra fiska. Fluguveiði er að verða sífellt vinsælli og er svo komið að margir mæta eingöngu með flugu upp í vötn. Það verður spennandi að sjá hvernig vötnin opna um komandi helgi og við komum til með að fylgjast vel með þeirri opnun.
Mest lesið Bleikjan að taka um allt vatn Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Nýjar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði 1.004 fiska vika í Veiðivötnum Veiði Tröllvaxin bleikja úr Úlfljótsvatni Veiði Stóra Laxá 1-2 opnuð með stæl Veiði Nýjar tölur úr laxveiðiánum Veiði Veiðitölur úr Veiðivötnum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Mikið líf í Varmá Veiði