Það er þess virði að elska Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 14. júní 2017 07:00 Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt. Ég hitti konu um daginn sem hafði nýlega misst eiginmann sinn. Þau höfðu byrjað saman á unglingsárunum og átt rúmlega 40 ára samleið þegar hann féll frá. Hún sagði við mig: „Stundum líður mér eins og ungabarni. Líkt og ég sé nýlega fædd og þurfi að læra allt upp á nýtt. Ég man varla eftir mér einni og nú þarf ég að hugsa allt lífið að nýju án hans.“ Mér þótti þetta afar djúp og einlæg lýsing. Margir sem missa makann sinn þurfa að rifja sjálfa sig upp sem einstaklinga; Hvernig gerði ég hlutina áður en við rugluðum saman reytum? Það er stundum svo sárt að vera manneskja. En ég minni sjálfa mig og þau sem ég ræði við í sorg oft á orð Sigurðar Nordal heimspekings sem sagði eitt sinn: „Sá sem vildi losna við alla sorg og söknuð, yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heiminum.“ Ekkert okkar vildi vera án ástar og við vitum að allt sem við elskum í raun og veru er óbætanlegt og allt sem við gætum hugsað okkur að væri bætanlegt höfum við aldrei elskað í raun og sann. Sumum finnst fáránlegt þegar sagt er að ástin sigri allt. Þó vitum við þegar við hefjum ástartengsl, hvort sem það er með maka eða við það að eignast börn, að engin tengsl vara að eilífu í þessum heimi. En við tökum samt sjensinn! Sem sýnir okkur einmitt að ástin sigrar allt. Og ég trúi því að ástin sé það eina sem við tökum með okkur áfram inn í eilífðina. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Að loka á foreldri er ekki einfaldasta leiðin Sahara Rós Blandon Skoðun Halldór 31.01.26 Halldór Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Verðbólga á Íslandi er ekki slys – hún er afleiðing ákvarðana Sigurður Sigurðsson Skoðun Kristrún og Mazzucato Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Jaðardrengirnir okkar Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kjósum mann sem klárar verkin! Róbert Ragnarsson Skoðun Að læra af fortíðinni Sigurður Helgi Pálmason Skoðun
Einskis, einskis þarfnastu þegar lófi þess sem þú elskar lýkst um þinn lófa. (Nína Björk Árnadóttir). Ekkert nærir okkur í lífinu eins og það að eiga ástvini og vera bundin ástvinaböndum. Í góðu hjónabandi verða þræðirnir oft svo djúpir og þéttir að fólk upplifir sig sem eitt. Ég hitti konu um daginn sem hafði nýlega misst eiginmann sinn. Þau höfðu byrjað saman á unglingsárunum og átt rúmlega 40 ára samleið þegar hann féll frá. Hún sagði við mig: „Stundum líður mér eins og ungabarni. Líkt og ég sé nýlega fædd og þurfi að læra allt upp á nýtt. Ég man varla eftir mér einni og nú þarf ég að hugsa allt lífið að nýju án hans.“ Mér þótti þetta afar djúp og einlæg lýsing. Margir sem missa makann sinn þurfa að rifja sjálfa sig upp sem einstaklinga; Hvernig gerði ég hlutina áður en við rugluðum saman reytum? Það er stundum svo sárt að vera manneskja. En ég minni sjálfa mig og þau sem ég ræði við í sorg oft á orð Sigurðar Nordal heimspekings sem sagði eitt sinn: „Sá sem vildi losna við alla sorg og söknuð, yrði að kaupa það því dýra verði að elska ekkert í heiminum.“ Ekkert okkar vildi vera án ástar og við vitum að allt sem við elskum í raun og veru er óbætanlegt og allt sem við gætum hugsað okkur að væri bætanlegt höfum við aldrei elskað í raun og sann. Sumum finnst fáránlegt þegar sagt er að ástin sigri allt. Þó vitum við þegar við hefjum ástartengsl, hvort sem það er með maka eða við það að eignast börn, að engin tengsl vara að eilífu í þessum heimi. En við tökum samt sjensinn! Sem sýnir okkur einmitt að ástin sigrar allt. Og ég trúi því að ástin sé það eina sem við tökum með okkur áfram inn í eilífðina. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun
Stjórnendur eru brúin – Ísland á að leiða fagmennsku, ekki draga úr henni Nichole Leigh Mosty Skoðun