Salsalæknirinn selur Sigvaldahúsið við Kleifarveg Stefán Árni Pálsson skrifar 15. júní 2017 13:30 Órúlega fallegt hús. Fasteignasalan Eignamiðlun er með einstaklega glæsilegt einbýlishús til sölu við Kleifarveg 12. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og stendur á fallegum útsýnisstað ofan við Laugardalinn. Eignin skiptist í raun í tvennt en séríbúð er á 1.hæð hússins með sérfastanúmer og er hún 135 fermetrar. Efri hæðir og bílskúr eru um 260 fermetrar og er ástandið á eigninni mjög gott. Fjörutíu fermetra svalir sem snúa til suðurs og vesturs eru við húsið og eru þær ótrúlega fallegar og rúmgóðar. Húsið er nýviðgert en eigendur þess eru þau Páll Torfi Önundarson læknir og Kristín Hanna Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur. Páll Torfi hefur í gegnum tíðina starfað töluvert í tónlist og er listamannanafnið hans Dr. Blood en hann elskar salsa. Hann tók til að mynda þátt í forkeppni Eurovision árið 2003 með laginu Ferrari sem Ragnheiður Gröndal söng frábærlega. Fjallað er um tónlistaráhuga Páls í Læknablaðinu og er hann þar spurður út í salsa áhugann og þar svarar hann; „En skyldi vera gott fyrir blóðmeinafræðinginn að hafa smá salsa í blóðinu? Gefum Páli Torfa orðið: Ég hef raunar alltaf haldið því fram að blóðmeinafræðingurinn hafi orðið til löngu á eftir tónlistarmanninum Páli Torfa. Spurningin er kannski fremur sú hvort það sé gott fyrir einhvern, sem hefur áhuga á salsa, að verða læknir og blóðmeinafræðingur? Mér finnst það fara afskaplega vel saman - hóflega þó.“Húsið er um fjögur hundruð fermetrar og var það byggt árið 1958. Fasteignamatið er um 77 milljónir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni er beðið eftir tilboði í eignina. Hér að neðan má sjá nokkrar fallegar myndir frá Kleifarveginum. Bardagakappinn Gunnar Nelson býr einnig við Kleifarveg og því er nágrannavarslan í toppmálum. Fallegt hús.Svalirnar voru áður garðstofa en núna fær rýmið að njóta sín betur.Baðherbergin eru fjögur talsins.Flygillinn er töluvert notaður á þessu heimili.Hér má sjá gítarsafn Páls en hann hefur nú tekið ófá salsalögin á þessa.Falleg sauna er í húsinu.Smekklegt svefnherbergi. Hús og heimili Tengdar fréttir 100 milljóna húsið sem Gunnar Nelson vill kaupa Gunnar Nelson og hans heittelskaða, Auður Ómarsdóttir, hafa augastað á 358 fermetra eign við Kleifarveg sem metin er á tæpar 95 milljónir. 1. desember 2014 14:00 Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
Fasteignasalan Eignamiðlun er með einstaklega glæsilegt einbýlishús til sölu við Kleifarveg 12. Húsið er teiknað af Sigvalda Thordarsyni og stendur á fallegum útsýnisstað ofan við Laugardalinn. Eignin skiptist í raun í tvennt en séríbúð er á 1.hæð hússins með sérfastanúmer og er hún 135 fermetrar. Efri hæðir og bílskúr eru um 260 fermetrar og er ástandið á eigninni mjög gott. Fjörutíu fermetra svalir sem snúa til suðurs og vesturs eru við húsið og eru þær ótrúlega fallegar og rúmgóðar. Húsið er nýviðgert en eigendur þess eru þau Páll Torfi Önundarson læknir og Kristín Hanna Hannesdóttir hjúkrunarfræðingur. Páll Torfi hefur í gegnum tíðina starfað töluvert í tónlist og er listamannanafnið hans Dr. Blood en hann elskar salsa. Hann tók til að mynda þátt í forkeppni Eurovision árið 2003 með laginu Ferrari sem Ragnheiður Gröndal söng frábærlega. Fjallað er um tónlistaráhuga Páls í Læknablaðinu og er hann þar spurður út í salsa áhugann og þar svarar hann; „En skyldi vera gott fyrir blóðmeinafræðinginn að hafa smá salsa í blóðinu? Gefum Páli Torfa orðið: Ég hef raunar alltaf haldið því fram að blóðmeinafræðingurinn hafi orðið til löngu á eftir tónlistarmanninum Páli Torfa. Spurningin er kannski fremur sú hvort það sé gott fyrir einhvern, sem hefur áhuga á salsa, að verða læknir og blóðmeinafræðingur? Mér finnst það fara afskaplega vel saman - hóflega þó.“Húsið er um fjögur hundruð fermetrar og var það byggt árið 1958. Fasteignamatið er um 77 milljónir en samkvæmt fasteignaauglýsingunni er beðið eftir tilboði í eignina. Hér að neðan má sjá nokkrar fallegar myndir frá Kleifarveginum. Bardagakappinn Gunnar Nelson býr einnig við Kleifarveg og því er nágrannavarslan í toppmálum. Fallegt hús.Svalirnar voru áður garðstofa en núna fær rýmið að njóta sín betur.Baðherbergin eru fjögur talsins.Flygillinn er töluvert notaður á þessu heimili.Hér má sjá gítarsafn Páls en hann hefur nú tekið ófá salsalögin á þessa.Falleg sauna er í húsinu.Smekklegt svefnherbergi.
Hús og heimili Tengdar fréttir 100 milljóna húsið sem Gunnar Nelson vill kaupa Gunnar Nelson og hans heittelskaða, Auður Ómarsdóttir, hafa augastað á 358 fermetra eign við Kleifarveg sem metin er á tæpar 95 milljónir. 1. desember 2014 14:00 Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Sjá meira
100 milljóna húsið sem Gunnar Nelson vill kaupa Gunnar Nelson og hans heittelskaða, Auður Ómarsdóttir, hafa augastað á 358 fermetra eign við Kleifarveg sem metin er á tæpar 95 milljónir. 1. desember 2014 14:00
Gunnar tekur ábyrgð á trénu sem var fellt "Þykir nokkuð eðlilegt að fella svona tré,“ sagði Gunnar í viðtali við þekktasta MMA-bardagaíþróttafréttamann Bandaríkjanna. 3. maí 2016 08:45