Lexus hættir sölu CT200h í Bandaríkjunum Finnur Thorlacius skrifar 7. júní 2017 13:30 Lexus CT200h. Dræm sala Lexus CT200h bílsins í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að Lexus ætlar að draga bílinn af markaði þar vestanhafs. Hann verður þó áfram seldur á ýmsum öðrum mörkuðum. Ef litið er til sölutalna má skilja af hverju Lexus tekur þessa ákvörðun, en CT200h seldist aðeins í 8.903 eintökum á síðasta ári á meðan Benz seldi 25.000 eintök af GLA-Class vestanhafs og Audi seldi A3 bílinn í 31.538 eintökum. Þessi bílar eru sambærilegir í stærð og falla allir undir lúxusbílaflokk. Í Bandaríkjunum er dræm sala minni fólksbíla og ganga jeppar, jepplingar og pallbílar helst í augu þarlendra kaupenda. Með brotthvarfi CT200h verður Lexus NX jepplingurinn minnst bíll Lexus sem boðinn er í Bandaríkjunum. CT200h er með sömu drifrás og síðasta kynslóð Toyota Prius, með 1,8 lítra brunavél og 650 volta rafmótor. Hann er 134 hestöfl, en afar eyðslugrannur. Bílnum var síðast breytt árið 2015. Lexus vinnur víst að uppfærði gerð bílsins og heyrst hefur að hann verði rúmbetri, með hvassari útlínum og fái breytt og betra Hybrid-kerfi og þá líklega það sama og er í nýjustu gerð Prius. Hvort að ný gerð Lexus CT200h verður boðinn í Bandaríkjunum er óvíst, en það yrði ekki fyrr en eftir a.m.k. eitt ár, en þá stefnir Lexus á kynningu bílsins. Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent
Dræm sala Lexus CT200h bílsins í Bandaríkjunum hefur leitt til þess að Lexus ætlar að draga bílinn af markaði þar vestanhafs. Hann verður þó áfram seldur á ýmsum öðrum mörkuðum. Ef litið er til sölutalna má skilja af hverju Lexus tekur þessa ákvörðun, en CT200h seldist aðeins í 8.903 eintökum á síðasta ári á meðan Benz seldi 25.000 eintök af GLA-Class vestanhafs og Audi seldi A3 bílinn í 31.538 eintökum. Þessi bílar eru sambærilegir í stærð og falla allir undir lúxusbílaflokk. Í Bandaríkjunum er dræm sala minni fólksbíla og ganga jeppar, jepplingar og pallbílar helst í augu þarlendra kaupenda. Með brotthvarfi CT200h verður Lexus NX jepplingurinn minnst bíll Lexus sem boðinn er í Bandaríkjunum. CT200h er með sömu drifrás og síðasta kynslóð Toyota Prius, með 1,8 lítra brunavél og 650 volta rafmótor. Hann er 134 hestöfl, en afar eyðslugrannur. Bílnum var síðast breytt árið 2015. Lexus vinnur víst að uppfærði gerð bílsins og heyrst hefur að hann verði rúmbetri, með hvassari útlínum og fái breytt og betra Hybrid-kerfi og þá líklega það sama og er í nýjustu gerð Prius. Hvort að ný gerð Lexus CT200h verður boðinn í Bandaríkjunum er óvíst, en það yrði ekki fyrr en eftir a.m.k. eitt ár, en þá stefnir Lexus á kynningu bílsins.
Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent