Frábær opnun í Laxá í Mývatnssveit Karl Lúðvíksson skrifar 30. maí 2017 10:52 Veiðin fer val af stað í Laxá í Mývatnssveit Mynd: SVFR Laxá í Mývatnssveit er án efa eitt besta urriðasvæði í heiminum og þeir sem einu sinni veiða þetta skemmtilega svæði mæta þangað á hverju sumri eftir það. Veiðin hófst í gærmorgun og það er óhætt að segja að veiðin hafi farið vel af stað en fyrstu tölur af bökkum Laxár voru 140 fiskar á fyrstu morgunvakt og það er mikið líf á svæðinu. Fiskurinn er afskaplega vel haldinn og kemur vel undan vetri bústinn og flottur. Veiðin hefur að sögn veiðimanna á svæðinu dreifst vel á alla veiðistaði og veiðin nokkuð jöfn á milli manna en hæsta talan sem við fréttum af á fyrstu vakt voru 20 fiskar á eina stöng. Á vefsölu SVFR má sjá að það er ennþá hægt að ná sér í daga í Laxá og það má reikna með því að þegar fréttir af svona góðum aflabrögðum fara á stjá að það verði margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði
Laxá í Mývatnssveit er án efa eitt besta urriðasvæði í heiminum og þeir sem einu sinni veiða þetta skemmtilega svæði mæta þangað á hverju sumri eftir það. Veiðin hófst í gærmorgun og það er óhætt að segja að veiðin hafi farið vel af stað en fyrstu tölur af bökkum Laxár voru 140 fiskar á fyrstu morgunvakt og það er mikið líf á svæðinu. Fiskurinn er afskaplega vel haldinn og kemur vel undan vetri bústinn og flottur. Veiðin hefur að sögn veiðimanna á svæðinu dreifst vel á alla veiðistaði og veiðin nokkuð jöfn á milli manna en hæsta talan sem við fréttum af á fyrstu vakt voru 20 fiskar á eina stöng. Á vefsölu SVFR má sjá að það er ennþá hægt að ná sér í daga í Laxá og það má reikna með því að þegar fréttir af svona góðum aflabrögðum fara á stjá að það verði margir sem hugsa sér gott til glóðarinnar.
Mest lesið Hættir að veiða í Skotlandi Veiði Stundum vill hann bara Frigga Veiði Horfur í Langá góðar fyrir komandi sumur Veiði Hítará í góðum málum Veiði Það þarf að koma flugunni niður í miklu vatni Veiði Aukið samstarf Veiða.is og Norðurár Veiði Góðar göngur og fín veiði í Elliðaánum Veiði Opnunarhollið í Blöndu var með 99 laxa sem er met Veiði Sérstakir flugupakkar fyrir hverja á fyrir sig Veiði Magnað miðsvæði í Laxá í Aðaldal Veiði