Mikil spenna í Grafarvogi og upp á Skaga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2017 21:58 Anna María Friðgeirsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Selfoss í kvöld. Vísir/Pjetur Eftir leiki kvöldsins í 2. umferð Borgunarbikars kvenna í fótbolta er nú ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á morgun. Fimm lið tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum í kvöld en þau eru Sindri, Selfoss, HK/Víkingur, Þróttur R. og Fjölnir. Tindastóll hafði áður komist í sextán liða úrslitin. Stelpurnar í Sindra og Selfoss unnu örugga heimasigra. Phoenetia Browne skoraði tvö fyrstu mörk Sindra í 4-0 sigri á Einherja og Anna María Friðgeirsdóttir var með tvö mörk í 5-0 sigri á Augnabliki. HK/Víkingur vann 2-1 sigur á ÍR í Kórnum. Það var mikil spennan í leikjunum í Grafarvogi og upp á Akranesi en þar þurfti að framlengja. Leikurinn í Grafarvogi endaði ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Sierra Marie Lelii tryggði Þrótti framlengingu á móti ÍA upp á Skaga með marki mínútu fyrir leikslok og skoraði síðan sigurmarkið þegar níu mínútur voru eftir af framlengingunni. Ekkert mark var skorað í 120 mínútur í leik C-deildarliðs Fjölnis og B-deildarliðs Keflavíkur. Keflavík klikkað á tveimur fyrstu vítaspyrnum sínum og Fjölnisliðið var búið að tryggja sér sigur fyrir lokaspyrnu Keflavíkurkvenna. Berglind Magnúsdóttir varði tvær vítaspyrnur og var hetja Fjölnisliðsins í kvöld.Úrslitin í 2. umferð Borgunarbikars kvenna í kvöld:Sindri - Einherji 4-0 1-0 Phoenetia Browne, víti (5.), 2-0 Phoenetia Browne (24.), 3-0 Chestley Strother (33.), 4-0 Shameeka Fishley (57.). ÍA - Þróttur R. 2-3 (Framlenging) 1-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir (7.), 1-1 Michaela Mansfield (59.), 2-1 Unnur Elva Traustadóttir (69.), 2-2 Sierra Marie Lelii (89.), 2-3 Sierra Marie Lelii (111.).HK/Víkingur - ÍR 2-1 1-0 Edda Mjöll Karlsdóttir (63.), 2-0 Laufey Elísa Hlynsdóttir, víti (77.), 2-1 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (90.).Selfoss - Augnablik 5-0 1-0 Anna María Friðgeirsdóttir (29.), 2-0 Magdalena Anna Reimus (37.), 3-0 Anna María Friðgeirsdóttir (40.), 4-0 Eva Lind Elíasdóttir (62.), 5-0 Barbára Sól Gísladóttir (90.+2)Fjölnir - Keflavík 0-0 (4-2 í vítaspyrnukeppni)- Vítakeppnin - 1-0 Ásta Sigrún Friðriksdóttir, Fjölni mark - Birgitta Hallgrímsdóttir, Keflavík varið (Berglind Magnúsdóttir) - Katrín Elfa Arnardóttir, Fjölni varið (Margrét Ingþórsdóttir) - Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Keflavík varið (Berglind Magnúsdóttir) 2-0 Harpa Lind Guðnadóttir, Fjölni mark 2-1 Una Margrét Einarsdóttir, Keflavík mark 3-1 Aníta Björk Bóasdóttir, Fjölni mark 3-2 Katla María Þórðardóttir, Keflavík mark 4-2 Vala Kristín Theódórsdóttir, Fjölni mark Markaskorarar eru fengnir frá urslit.net og heimasíðu KSÍ.Liðin í sextán liða úrslitum Borgunarbikars kvennaPepsi-deild (10 lið): Breiðablik, FH, Fylkir, Grindavík, Haukar, ÍBV, KR, Stjarnan, Valur og Þór/KA.Lið úr 1. deild (5 lið): Tindastóll, Sindri, HK/Víkingur, Selfoss, Þróttur R.Lið úr 2. deild (1 lið): Fjölnir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
Eftir leiki kvöldsins í 2. umferð Borgunarbikars kvenna í fótbolta er nú ljóst hvaða lið verða í pottinum þegar dregið verður í sextán liða úrslitin á morgun. Fimm lið tryggðu sér sæti í sextán liða úrslitunum í kvöld en þau eru Sindri, Selfoss, HK/Víkingur, Þróttur R. og Fjölnir. Tindastóll hafði áður komist í sextán liða úrslitin. Stelpurnar í Sindra og Selfoss unnu örugga heimasigra. Phoenetia Browne skoraði tvö fyrstu mörk Sindra í 4-0 sigri á Einherja og Anna María Friðgeirsdóttir var með tvö mörk í 5-0 sigri á Augnabliki. HK/Víkingur vann 2-1 sigur á ÍR í Kórnum. Það var mikil spennan í leikjunum í Grafarvogi og upp á Akranesi en þar þurfti að framlengja. Leikurinn í Grafarvogi endaði ekki fyrr en eftir vítaspyrnukeppni. Sierra Marie Lelii tryggði Þrótti framlengingu á móti ÍA upp á Skaga með marki mínútu fyrir leikslok og skoraði síðan sigurmarkið þegar níu mínútur voru eftir af framlengingunni. Ekkert mark var skorað í 120 mínútur í leik C-deildarliðs Fjölnis og B-deildarliðs Keflavíkur. Keflavík klikkað á tveimur fyrstu vítaspyrnum sínum og Fjölnisliðið var búið að tryggja sér sigur fyrir lokaspyrnu Keflavíkurkvenna. Berglind Magnúsdóttir varði tvær vítaspyrnur og var hetja Fjölnisliðsins í kvöld.Úrslitin í 2. umferð Borgunarbikars kvenna í kvöld:Sindri - Einherji 4-0 1-0 Phoenetia Browne, víti (5.), 2-0 Phoenetia Browne (24.), 3-0 Chestley Strother (33.), 4-0 Shameeka Fishley (57.). ÍA - Þróttur R. 2-3 (Framlenging) 1-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir (7.), 1-1 Michaela Mansfield (59.), 2-1 Unnur Elva Traustadóttir (69.), 2-2 Sierra Marie Lelii (89.), 2-3 Sierra Marie Lelii (111.).HK/Víkingur - ÍR 2-1 1-0 Edda Mjöll Karlsdóttir (63.), 2-0 Laufey Elísa Hlynsdóttir, víti (77.), 2-1 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir (90.).Selfoss - Augnablik 5-0 1-0 Anna María Friðgeirsdóttir (29.), 2-0 Magdalena Anna Reimus (37.), 3-0 Anna María Friðgeirsdóttir (40.), 4-0 Eva Lind Elíasdóttir (62.), 5-0 Barbára Sól Gísladóttir (90.+2)Fjölnir - Keflavík 0-0 (4-2 í vítaspyrnukeppni)- Vítakeppnin - 1-0 Ásta Sigrún Friðriksdóttir, Fjölni mark - Birgitta Hallgrímsdóttir, Keflavík varið (Berglind Magnúsdóttir) - Katrín Elfa Arnardóttir, Fjölni varið (Margrét Ingþórsdóttir) - Arndís Snjólaug Ingvarsdóttir, Keflavík varið (Berglind Magnúsdóttir) 2-0 Harpa Lind Guðnadóttir, Fjölni mark 2-1 Una Margrét Einarsdóttir, Keflavík mark 3-1 Aníta Björk Bóasdóttir, Fjölni mark 3-2 Katla María Þórðardóttir, Keflavík mark 4-2 Vala Kristín Theódórsdóttir, Fjölni mark Markaskorarar eru fengnir frá urslit.net og heimasíðu KSÍ.Liðin í sextán liða úrslitum Borgunarbikars kvennaPepsi-deild (10 lið): Breiðablik, FH, Fylkir, Grindavík, Haukar, ÍBV, KR, Stjarnan, Valur og Þór/KA.Lið úr 1. deild (5 lið): Tindastóll, Sindri, HK/Víkingur, Selfoss, Þróttur R.Lið úr 2. deild (1 lið): Fjölnir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira