Vísa Káramanna sögð einkar ósmekkleg Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. maí 2017 13:31 Siggi dúlla ræðir við Kolbein Sigþórsson. Vísir Árni Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hegðun Káramanna, stuðningsmanna Fjölnis, er hörmuð. Eins og fjallað hefur verið um fóru Káramenn ófögrum orðum um Sigurð Svein Þórðarson, Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar á Twitter-síðu sinni fyrir leik liðanna um helgina. Káramenn hafa beðist afsökunar á þessu og gerði Árni slíkt hið sama fyrir hönd Fjölnis. „Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima,“ sagði í yfirlýsingunni sem á lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Fjölnis Stuðningsmannaklúbburinn Kári er líflegur og skemmtilegur hópur sem styður vel við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna hjá Fjölni. Káramenn eiga það til að vera ögrandi en oftast eru þeir fyrst og fremst skemmtilegir og búa til góða stemningu á leikjum Fjölnis. Svona stuðningsfélög eiga það til að dansa á línunni en í gær fór Kári langt yfir strikið. Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima. Káramenn hafa beðið Sigga Dúllu afsökunar á hegðun sinni. Fyrir hönd Fjölnis vil ég biðja hann afsökunar sömuleiðis. Forráðamenn Fjölnis munu í samvinnu við stuðningsmenn leitast við að gera umgjörðina líflega og skemmtilega og koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. Við viljum hafa jákvæða fjölskyldustemningu á öllum leikjum Fjölnis. F.h. knattspyrnudeildar Fjölnis Árni Hermannsson, formaður“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Síðustu 20: Þú gagnrýnir ekki Dúlluna okkar Óviðeigandi Twitter-færsla stuðningsmanna Fjölnis var tekin fyrir á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 29. maí 2017 08:30 Stuðningsmenn Fjölnis fá á baukinn fyrir niðrandi færslu um Sigga Dúllu Kári, stuðningsmannasveit Fjölnis, skoraði sjálfsmark á Twitter í kvöld. 28. maí 2017 20:06 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Árni Hermannsson, formaður knattspyrnudeildar Fjölnis, hefur sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem hegðun Káramanna, stuðningsmanna Fjölnis, er hörmuð. Eins og fjallað hefur verið um fóru Káramenn ófögrum orðum um Sigurð Svein Þórðarson, Sigga Dúllu, liðsstjóra Stjörnunnar á Twitter-síðu sinni fyrir leik liðanna um helgina. Káramenn hafa beðist afsökunar á þessu og gerði Árni slíkt hið sama fyrir hönd Fjölnis. „Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima,“ sagði í yfirlýsingunni sem á lesa í heild sinni hér fyrir neðan. „Yfirlýsing frá knattspyrnudeild Fjölnis Stuðningsmannaklúbburinn Kári er líflegur og skemmtilegur hópur sem styður vel við bakið á meistaraflokkum karla og kvenna hjá Fjölni. Káramenn eiga það til að vera ögrandi en oftast eru þeir fyrst og fremst skemmtilegir og búa til góða stemningu á leikjum Fjölnis. Svona stuðningsfélög eiga það til að dansa á línunni en í gær fór Kári langt yfir strikið. Sú vísa sem Káramenn settu á Twitter í gær um Sigga Dúllu var einkar ósmekkleg og á ekkert skilt við þá umgjörð sem á að vera í kringum í íþróttir og á auðvitað hvergi heima. Káramenn hafa beðið Sigga Dúllu afsökunar á hegðun sinni. Fyrir hönd Fjölnis vil ég biðja hann afsökunar sömuleiðis. Forráðamenn Fjölnis munu í samvinnu við stuðningsmenn leitast við að gera umgjörðina líflega og skemmtilega og koma í veg fyrir að svona lagað endurtaki sig. Við viljum hafa jákvæða fjölskyldustemningu á öllum leikjum Fjölnis. F.h. knattspyrnudeildar Fjölnis Árni Hermannsson, formaður“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Síðustu 20: Þú gagnrýnir ekki Dúlluna okkar Óviðeigandi Twitter-færsla stuðningsmanna Fjölnis var tekin fyrir á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 29. maí 2017 08:30 Stuðningsmenn Fjölnis fá á baukinn fyrir niðrandi færslu um Sigga Dúllu Kári, stuðningsmannasveit Fjölnis, skoraði sjálfsmark á Twitter í kvöld. 28. maí 2017 20:06 Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Handbolti Fleiri fréttir Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Sjá meira
Síðustu 20: Þú gagnrýnir ekki Dúlluna okkar Óviðeigandi Twitter-færsla stuðningsmanna Fjölnis var tekin fyrir á Stöð 2 Sport í gærkvöldi. 29. maí 2017 08:30
Stuðningsmenn Fjölnis fá á baukinn fyrir niðrandi færslu um Sigga Dúllu Kári, stuðningsmannasveit Fjölnis, skoraði sjálfsmark á Twitter í kvöld. 28. maí 2017 20:06