Framúrakstur sem endar illa Finnur Thorlacius skrifar 10. maí 2017 12:16 Audi bíllinn kominn á rönd og á brátt fund við nærliggjandi ljósastaur. Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari. Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent
Líklega verður sjaldan brýnt of oft fyrir ökumönnum að framúrakstur er hættuleg iðja, en sérstaklega þegar það er gert á mjög miklum hraða. Ekki hjálpar til þegar ökumaður gerir sér engan veginn grein fyrir fjarlægð að næsta bíl né hraða nærliggjandi bíla. Þessi framúrakstur í Ísrael náðist á mynd um daginn og endar vægast sagt illa. Sá sem tekur framúr rekst utaní afturhluta bílsins hægra megin og snýst við það á svo listilegan hátt að engu líkara er að þar fari ballettdansari að snúa sér á tá. Það vill þó svo óheppilega til að hann mætir brátt ljósastaur sem frestar förinni, en þá snýr bíllinn með nefið niður í dansinum. Staurinn gerir það að verkum að engu líkara er að bílnum hafi verið lagt faglega í stæði í gagnstæðri átt, en útlit hans þá er ekkert sérlega til fyrirmyndar. Í enda mynskeiðsins sést þar sem farþegi í Audi bílnum, sem svo óvalega var ekið, er að reyna að skríða útum afturgluggann á bílnum. Enginn lét lífið í þessu óhappi en farþegar hlutu slæm meiðsl. Sjón er sögu ríkari.
Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent