Kötlurnar með tónleika: „Flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2017 09:30 Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum. Vala Smáradóttir „Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“ Kórar Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
„Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“
Kórar Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Tíminn og vatnið frumsýnd á Sundance: „Viska afa í Teigó sigraði hjörtu þeirra“ Bíó og sjónvarp Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Kristrún og Isabelle Huppert flottar á opnun Menning Omam gerir góðverk Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“