Kötlurnar með tónleika: „Flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand“ Atli Ísleifsson skrifar 19. maí 2017 09:30 Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum. Vala Smáradóttir „Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“ Kórar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Þetta verður ein samfelld mantra þarna, mikið orkuflæði og flestir eiga eftir að núllstilla sig og komast í núvitundarástand,“ segir Lilja Dögg Gunnarsdóttir, önnur stýra kvennakórsins Kötlu, sem heldur tónleika í Langholtskirkju næstkomandi miðvikudag klukkan 20:30. Lilja Dögg segir að kórinn muni flytja glænýjar útsetningar af þekktum og óþekktum lögum sem stýrurnar Lilja Dögg og Hildigunnur Einarsdóttir hafi sjálfar gert. „Við erum líka að frumflytja nýtt verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson og erum að vinna með ákveðna orku sem hefur loðað við hópinn – frumorku. Við köllum tónleikana Kötlumöntrur sem er svolítið í stíl við hópinn í dag. Við kyrjum kosmísk verk og vinnum með opinn hljóm og áhrifaríka túlkun, sviðsetningu og fleira.“ Kórinn hefur verið starfræktur í fjögur ár og í honum eru um fimmtíu konur á aldrinum 25 til fertugs eða svo. „Þetta eru ungar, sterkar konur, allar með góðan karakter. Við höfum getið okkur gott orð fyrir að vera öðruvísi í framkomu og söng og við höfum lagt ríka áherslu að færa nýtt efni á borðið fyrir kvennakóra. Kötlurnar.Helgi Steinar Helgason Þetta er „sánd“ sem er svolítið nýtt hér á landi en við höfum líka verið hefðbundnar og gert það sem þarf að gera til að halda góðum kór gangandi. Þetta er mjög mikið náttúruafl, þessi kór. Mikil frumorka og framkvæmdagleði. Virkilega flottur hópur sem kemur saman í söng og er mjög heiðarlegur í því. Við gerum nákvæmlega það sem er í stíl við okkar sannfæringu og hjarta,“ segir Lilja Dögg. Hún segir að á tónleikunum á miðvikudag verði ýmislegt í boði, eitthvað fyrir alla. „Við erum til dæmis með lag eftir Björk sem við höfum útsett, lag með Portishead, Aliciu Keys. Við höfum reynt að vera „kvenmegin“ í efnisvalinu. Svo vinnum við með spuna og nýtum okkur þjóðlagaarfinn. Við göngum út frá aðgengileikanum, þannig að allir geti tengt, en höfum þetta samt krefjandi um leið.“
Kórar Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira