Leikarinn Michael Parks látinn Birgir Olgeirsson skrifar 10. maí 2017 19:52 Michael Parks. Vísir/Getty Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira
Leikarinn Michael Parks er látinn 77 ára að aldri. Hann sló fyrst í gegn í þáttunum Then Came Bronson við upphaf áttunda áratugar síðustu aldar og var í miklu uppáhaldi hjá leikstjórunum David Lynch, Quentin Tarantino og Robert Rodriguez. Fjölmiðlar ytra greina frá því að leikarinn hefði fallið frá í gær en dánarorsök eru ekki kunn. Parks fæddist í Corono í Kaliforníu-fylki Bandaríkjanna þann 24. apríl árið 1940. Á lífsleiðinni vann hann ýmis störf, þar á meðal við að tína ávexti, skurðgröft, akstur vöruflutningabifreiða og í slökkviliði. Leiklistarferillinn spannaði sex áratugi. Hann hóf ferilinn með litlu hlutverki í gamanþáttunum The Real McCoys og lék í kvikmyndinni The Bible sem kom út árið 1966. Hann öðlaðist þó fyrst frægð fyrir að leika aðalhlutverkið í þáttunum Then Came Bronson. Aðeins var framleidd ein sería en þar lék Parks einfara sem ákvað að segja skilið við hið daglega amstur í kjölfar sjálfsvígs besta vinar síns og ferðast um Bandaríkin á Harley Davidson-mótorhjóli. Hann söng einnig titillag þáttanna, Long Lonesome Highway, sem rataði á vinsældarlista í Bandaríkjunum. Hann fékk nokkur hlutverk árin eftir en þó engin aðalhlutverk. Ferillinn fór á flug á ný þegar hann lék í þáttunum Twin Peaks eftir David Lynch. Þar fór hann með hlutverk illmennisins Jean Renault. Hann lék því næst í From Dusk til Dawn, Kill Bill-myndunum og Django Unchained, Red State og The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Fleiri fréttir Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Sjá meira