Sjálflærður og búinn að "meika það“ Guðný Hrönn skrifar 12. maí 2017 13:00 Beyoncé skartaði þessu einstaka höfuðskrauti á Grammy-hátíðinni í byrjun árs. NORDICPHOTOS/GETTY Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé. Tíska og hönnun Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Þegar hönnuðurinn Rick Owens kynnti nýjustu línuna sína á tískuvikunni í París vöktu höfuðfötin sem fyrirsæturnar skörtuðu athygli enda um sérstaka hönnun að ræða. Sjálflærði hönnuðurinn Malakai ber ábyrgð á henni. Hönnuðurinn Malakai hefur bæði unnið fyrir þekkt tískuhús og líka með fjöldanum öllum af stórstjörnum. Þar á meðal Beyoncé, FKA Twigs og Rihönnu. Malakai fékk áhuga á tísku þegar hann var 13 ára og hann heillaðist einna helst af goth- og pönktísku. Hann fór snemma á unglingsárunum að sauma sín eigin föt og endurnýta gömul föt með því að breyta þeim.Hattur úr smiðju Malakai fyrir Rick Owens. NORDICPHOTOS/GETTYSeinna meir hóf hann að starfa sem plötusnúður og gjörningalistamaður. Hann ferðaðist víða um Bandaríkin og lék listir sínar og það var þá sem hann fór að hanna og búa til höfuðskraut fyrir sjálfan sig. Hönnun hans vakti mikla athygli og ekki leið á löngu áður en fólk vildi kaupa hana. Algjörlega sjálflærðurÁrið 2011 stofnaði Malakai svo tískuhúsið House of Malakai og síðan þá hefur leiðin legið upp á við hjá honum þrátt fyrir að hann sé algjörlega sjálflærður og hafi aldrei stundað listnám af neinu tagi. Í dag vinnur hann með tískuhönnuðum og tónlistarfólki og býr til sannkölluð listaverk. Það er því óhætt að segja að hann sé búinn að „meika það“. Þess má geta að eitt þekktasta verk Malakai er höfuðskrautið sem söngkonan Beyoncé var með á Grammy-verðlaunahátíðinni í febrúar á þessu ári en það skraut vann hann í samvinnu við stílista Beyoncé.
Tíska og hönnun Mest lesið Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Fleiri fréttir Í sérsaumuðum kjól úr ónothæfum peysum Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira