Þættir um raðmorðingja á Íslandi í bígerð Guðný Hrönn skrifar 13. maí 2017 14:15 Þórður Pálsson er maðurinn á bak við þættina The Valhalla Murders sem líta dagsins ljós á næsta ári. MYND/Eva Riley Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“ Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Veturinn 2018 verða sjónvarpsþættirnir The Valhalla Murders frumsýndir á RÚV. Þættirnir fjalla ekki bara um rannsókn dularfullra morðmála heldur einnig um einkalíf tveggja rannsóknarlögreglumanna sem stýra rannsókninni. Leikstjóri og höfundur þáttanna The Valhalla Murders, Þórður Pálsson, var nýútskrifaður frá The National Film and Television School í Bretlandi þegar hugmyndin að sjónvarpsþáttunum kviknaði. Stuttu eftir að hann kynnti hugmyndina fyrir framleiðslufyrirtækinu True North var sett saman teymi sem vinnur að því að skrifa þættina. „Við erum að skrifa núna og erum komin frekar langt á leið með skrifin. Margrét Örnólfsdóttir yfirhandritshöfundur og Óttar M. Norðfjörð skipta með sér skrifunum. Kristinn Þórðarson og Davíð Óskar Ólafsson eru framleiðendur þáttanna. Teymið í kringum verkefnið gæti því eiginlega ekki verið betra frá mínu sjónarhorni séð,“ segir Þórður. Spurður út í söguþráð þáttanna segir Þórður þá fjalla um tvö óvenjuleg morðmál. „Þættirnir fjalla um fyrsta íslenska raðmorðingjann. Það eru framin tvö morð á Íslandi á mjög stuttum tíma þar sem bæði fórnarlömbin eru myrt á sama hátt. Það eru þó engin tengsl á milli þeirra, sem gerir þetta enn þá erfiðara fyrir lögregluna því morð á Íslandi eru yfirleitt ástríðuglæpir. Lögreglan er því undir mikilli pressu og fá áhorfendur að fylgjast með rannsóknarlögreglumönnum reyna að leysa morðgátuna. Svo koma fjölmiðlar inn í þetta og þeir setja pressu á lögregluna og velta upp spurningunni hvort lögreglan á Íslandi geti höndlað svona stórt mál,“ segir Þórður. Finnur fyrir áhuga fólksÍ þáttunum fá áhorfendur að fylgjast náið með tveimur rannsóknarlögreglumönnum við rannsókn málsins. „Það eru þau Arnar og Kata. Arnar er sérfræðingur sem fenginn er að láni frá dönsku rannsóknarlögreglunni. Hann er Íslendingur sem hefur verið búsettur í Danmörku í 15 ár. Kata starfar fyrir íslensku lögregluna og sér um rannsókn málsins. Það myndast smá rígur á milli þeirra því Kata taldi sig vera fullfæra um að sjá um málið án utanaðkomandi hjálpar. Við fylgjumst náið með þessum tveimur persónum við rannsókn málsins og um leið fáum við sýn inn í fortíð þeirra beggja. Það ríkir nefnilega ákveðin mystería í kringum þau. Arnar er til dæmis búinn að búa lengi í Danmörku og vill helst ekki koma aftur til Íslands, þá fer áhorfandinn vonandi að velta fyrir sér hver ástæðan fyrir því sé,“ segir Þórður sem finnur fyrir miklum áhuga hjá almenningi á þáttum sem fjalla um fyrsta raðmorðingja Íslands.„Ég held að þessi pæling, raðmorðingi á Íslandi, og þessir karakterar þyki spennandi. Fólk hefur sýnt þessari sögu mikinn áhuga og einnig hvernig lögreglan á Íslandi myndi fara að því að rannsaka mál af þessari stærðargráðu.“En hvenær líta þættirnir dagsins ljós? „Við erum að fara í tökur í vetur, og væntanlega verða þættirnir sýndir veturinn eftir það. Þessa stundina erum við að ráða inn leikara, við erum að fá fólk í prufur og ræða við hina og þessa. Það er allt í vinnslu eins og er, það er ekki búið að negla neitt niður.“
Bíó og sjónvarp Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira