Er spenntust fyrir útópískum draumaherbergjum Guðný Hrönn skrifar 16. maí 2017 18:30 Sesselja Thorberg er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar Amazing Home Show. Mynd/Saga Sig Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina. Tíska og hönnun Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira
Innanhússhönnuðurinn Sesselja Thorberg er afar spennt fyrir helginni því þá opnar sýningin Amazing Home Show sem hún hefur unnið hörðum höndum við að undirbúa og setja upp undanfarna mánuði. Um risastóra og viðamikla heimilissýningu í Laugardalshöll er að ræða. „Það er ótrúlegt að það sé komið að þessu, við erum búin að vinna svo ótrúlega lengi að þessu. Þetta er alveg gríðarlega yfirgripsmikil sýning sem stendur yfir í tvo daga fyrir almenning, en svo er einn dagur til viðbótar sem er fyrir fyrirtæki,“ segir Sesselja sem er fagstjóri hönnunarhluta sýningarinnar. „Sýningin er þemaskipt, þannig að ef þú hefur bara áhuga á að skoða garðtengda hluti sem dæmi þá getur þú gert það. En auðvitað skoðar maður allt þegar maður er kominn,“ segir hún og hlær. „Sýningin er fyrir alla sem hafa áhuga á einhverju sem tengist heimili, hönnun og framkvæmdum en líka fyrir heilu fjölskyldurnar.“ Þórunn Antonía og Friðrik Dór láta draum rætastSesselja er afar spennt fyrir helginni og að sjá sýninguna smella saman. Hún er þó einna spenntust fyrir að afhjúpa hluta sýningarinnar sem heitir Draumaherbergið. „Ég er spenntust fyrir hönnunarhluta sýningarinnar og svo Draumaherberginu.“„Draumaherbergið er náttúrulega bara aðalmálið fyrir mér. Upphaflega hugmyndin mín var að fá tvo þjóðþekkta Íslendinga, sem væru líka smekksfólk, til að hanna draumaherbergið sitt. Þannig ég bað Þórunni Antoníu Magnúsdóttur og Friðrik Dór Jónsson um að taka þátt, og þau voru bara meira en til í það. Mér fannst mjög gaman að etja saman tveimur týpum sem eru frekar ólíkar.“ „Þau eru að hanna draumaherbergi, þetta er mjög útópískt,“ segir Sesselja og leggur áherslu á orðið „drauma“. Herbergið þarf sem sagt ekki að vera praktískt. „Útkoman byggir á draumórum þeirra, annað hvort í fortíð eða framtíð. Það er búið að vera mjög skemmtilegt að fylgjast með þeim og ég held að það leynist góður innanhússhönnuður inn í þeim báðum,“ segir hún og hlær. Þess má geta að Þórunn og Friðrik hafa unnið herbergið í samstarfi við við Byko, Snúruna og Ilvu. „Þessi fyrirtæki hafa lánað okkur hluti, styrkt okkur að hluta og þannig látið drauminn verða að veruleika.“ Búist við um 30.000 gestumSesselja finnur fyrir miklum áhuga frá fólki á sýningunni. „Það er búist við um 30.000 manns á sýninguna sem er í raun fyrir alla. Það verður heilmikið gert fyrir krakka, þarna verður t.d. útisvæði og skemmtiatriði á stóru sviði á klukkutíma fresti. Þannig að allir ættu að gera skemmt sér vel,“ segir Sesselja sem hvetur alla sem vilja gera sér glaðan dag að leggja leið sína í Laugardalshöll um helgina.
Tíska og hönnun Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fleiri fréttir „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Sjá meira