Kimmel með grátstafinn í kverkunum í 13 mínútur er hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns fyrir lífinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2017 09:00 Kimmel átti mjög erfitt í þættinum. „Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri. Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira
„Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri.
Mest lesið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Lífið Aniston hefur fundið ástina á ný Lífið Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Grateful Dead-söngkona látin Lífið Fleiri fréttir Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Sjá meira