Kimmel með grátstafinn í kverkunum í 13 mínútur er hann lýsti baráttu nýfædds sonar síns fyrir lífinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. maí 2017 09:00 Kimmel átti mjög erfitt í þættinum. „Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri. Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira
„Þetta verður mjög erfið frásögn, enda vorum við foreldrarnir mjög óttaslegnir,“ segir spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel í opnunarræðu sinn í þættinum Jimmy Kimmel Live. Forsaga málsins er sú að eiginkona hans Molly McNearney fæddi barn þann 21. apríl síðastliðin. Drengurinn hefur fengið nafnið William John Kimmel en hann fæddist með hjartagalla.' „Fæðingin var nokkuð auðveld, sex rembingar og hann var kominn út. Það leit allt út fyrir að þetta væri mjög heilbrigt barn en þegar hann var um þriggja klukkustunda gamall kom annað í ljós. Hjúkrunarfræðingurinn tók eftir að hann var svolítið fjólublár og hún vildi því kanna málið betur.“ Hann segir að hjúkrunarfræðingur hafi á endanum kallað til lækni og þá hafi hann fundið óþægilega tilfinningu. „Allt í einu fylltist herbergið af fólki og búnaði. Fljótlega kemur í ljós að það er ekki allt í lagi og ég stend í kringum mjög mikið af áhyggjufullu fólki, rétt eins og núna. Það var hringt í hjartalækni sem náði að komast fljótlega á vettvang og hann sá strax að Billy fæddist með hjartagalla.“Barðist allan tímann við tárin Frásögn Kimmel tók gríðarlega á hann og átti grínistinn erfitt með að koma fram orðum. Billy fæddist á föstudeginum 21. apríl. „Við ákváðum að fara með Billy á barnaspítalann þar sem einn besti barnahjartalæknir heims starfar. Á mánudagsmorgun opnaði Dr. Vaughn Starnes bringuna á syni mínum og lagaði það sem var að. Aðgerðin tókst vel en þetta voru lengstu þrír klukkutíma lífs míns. Hann þarf að gangast undir aðra aðgerð eftir þrjá til sex mánuði, til að ganga betur frá þessu.“ Kimmel sýndi áhorfendum í sal tvær myndir af synir þeirra. Önnur var á mánudagsmorguninn, rétt eftir aðgerðina og hin var tekin á sunnudaginn. Munurinn er ótrúlegur. „Aumingja strákurinn. Hann fæddist ekki bara með slæmt hjarta, hann fékk líka andlitið mitt. Sexdögum eftir aðgerðina er hann kominn heim og farinn að gera allt það sem venjuleg nýfædd börn gera.“ Kimmel las upp lista af nöfnum sem hann vildi þakka fyrir að hafa bjargað lífi syni þeirra hjóna, og einnig þeirra sem studdu þau í gegnum þetta ferli. Kimmel vildi með þessu ítreka hversu mikilvægt væri að standa vel að heilbrigðiskerfi Bandaríkjamanna og mikilvægt væri að allir Bandaríkjamenn ættu skilið að fá alla þá læknisþjónustu sem í boði væri.
Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Sjá meira