Rífandi bílasala í Evrópu Finnur Thorlacius skrifar 2. maí 2017 09:36 Bílasala er með ágætum á Spáni, sem og í öðrum Evrópulöndum. Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi. Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Fyrsti ársfjórðungur ársins hefur verið bílaframleiðendum gjöfull í Evrópu, en salan hefur verið 8,4% meiri en í fyrra á þessum fyrstu 3 mánuðum ársins. Í mars var hún 11,2% meiri en í sama mánuði í fyrra, hún var 10,2% meiri í janúar og 2,2% meiri í febrúar. Mars í ár sló fyrra met í sölu bíla í þeim mánuði frá upphafi. Hafa verður í huga að vegna þess að páskarnir í ár voru í apríl var afar góð sala í mars nú með færri frídögum og að sama skapi má búast við minni vexti í bílasölu í apríl. Öll fimm stærstu bílakaupalönd álfunnar sáu ágætan vöxt í mars. Mestan þó á Ítalíu en þar jókst salan um 18,2%, 12,6% á Spáni, 11,4% í Þýskalandi, 8,4% í Bretlandi og 7,0% í Frakklandi. Ef fyrstu 3 mánuðirnir eru skoðaðir saman hefur mestur vöxtur orðið á Ítalíu, eða 11,9%, en 7,9% á Spáni, 6,7% í Þýskalandi, 6,2% í Bretlandi og 4,8% í Frakklandi. Alls seldust 4.141.269 bílar á fyrstu 3 mánuðum ársins í álfunni. Þessar tölur sýna að víða í öðrum löndum Evrópu er enn meiri vöxtur en á þessum lykilmörkuðum álfunnar, meðal annars á Íslandi.
Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent