Lífsvon Bjarni Karlsson skrifar 3. maí 2017 07:00 Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni. Við sem þarna mætum munum tilheyra hundruðum þúsunda manna vítt um heim sem þessa nótt sameinast í baráttunni við sjálfsvígsvandann og ganga úr myrkrinu í ljósið í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Það að treysta sér ekki til að lifa er í sjálfu sér ekkert skrýtið. Fyrir því geta verið margar gildar ástæður. En sársaukinn sem fylgir er hræðilegur. Mikil angist, vanmáttur, sorg og lamandi skömm. Flest fólk lifir af og fyrsta skrefið út úr myrkrinu gerist oftast í mannlegri nánd. Maður er enn þá inni í myrkrinu þegar lagt er af stað og maður kemst af stað vegna þess að það er einhver sem kemur, stoppar hjá manni og þolir ástandið. Einhver sem er ekki hræddur við að vera hræddur. Einhver sem er ekki miður sín yfir því að vera miður sín og skammast sín ekki lengur fyrir skömmina. Þannig byrjar oftast gangan í lífi þeirra sem lifa af og komast úr myrkrinu í ljósið. Einmitt þess vegna komum við saman áður en sól rís, finnum styrk í nálægð við aðra og göngum af stað til að heilsa deginum. Samtökin Pieta Ísland, sem standa að göngunni, eru stofnuð að írskri fyrirmynd og ætla sér að opna nýtt úrræði þar sem fólk í sjálfsvígshættu nýtur mannlegrar nándar og faglegrar þjónustu innan 24 stunda frá því beiðni berst. Málið varðar hverja einustu stórfjölskyldu í landinu og því er ástæða til að fjölmenna. Upplýsingar varðandi skráningu o.fl. má nálgast á Fb-síðu Pieta Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Næstu föstudagsnótt ætla hundruð Íslendinga að hittast bæði í Laugardalnum í Reykjavík og við gamla Leikfélagshúsið á Akureyri á fáránlegasta tíma sólarhringsins, kl. fjögur að nóttu þegar tæknilega séð er kominn laugardagur, til þess að ganga á móti sólarupprásinni. Við sem þarna mætum munum tilheyra hundruðum þúsunda manna vítt um heim sem þessa nótt sameinast í baráttunni við sjálfsvígsvandann og ganga úr myrkrinu í ljósið í minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi. Það að treysta sér ekki til að lifa er í sjálfu sér ekkert skrýtið. Fyrir því geta verið margar gildar ástæður. En sársaukinn sem fylgir er hræðilegur. Mikil angist, vanmáttur, sorg og lamandi skömm. Flest fólk lifir af og fyrsta skrefið út úr myrkrinu gerist oftast í mannlegri nánd. Maður er enn þá inni í myrkrinu þegar lagt er af stað og maður kemst af stað vegna þess að það er einhver sem kemur, stoppar hjá manni og þolir ástandið. Einhver sem er ekki hræddur við að vera hræddur. Einhver sem er ekki miður sín yfir því að vera miður sín og skammast sín ekki lengur fyrir skömmina. Þannig byrjar oftast gangan í lífi þeirra sem lifa af og komast úr myrkrinu í ljósið. Einmitt þess vegna komum við saman áður en sól rís, finnum styrk í nálægð við aðra og göngum af stað til að heilsa deginum. Samtökin Pieta Ísland, sem standa að göngunni, eru stofnuð að írskri fyrirmynd og ætla sér að opna nýtt úrræði þar sem fólk í sjálfsvígshættu nýtur mannlegrar nándar og faglegrar þjónustu innan 24 stunda frá því beiðni berst. Málið varðar hverja einustu stórfjölskyldu í landinu og því er ástæða til að fjölmenna. Upplýsingar varðandi skráningu o.fl. má nálgast á Fb-síðu Pieta Ísland.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun