Hlustaðu á nýju plötuna hans Ásgeirs Trausta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. maí 2017 10:30 Nýja platan heitir Afterglow. Önnur sólóplata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta Einarssonar, sem kallar sig Ásgeir, kom út í dag á heimsvísu en platan heitir Afterglow. Platan stökk beint í fyrsta sæti á iTunes Alternative listanum í Ástralíu og vermir þriðja sætið á iTunes Main. Þá situr hún á topp 10 listanum á iTunes Alternative í 18 löndum. Tónleikaferð Ásgeirs hefst um helgina í Árósum og Kaupmannahöfn og þá mun hann jafnframt spila í Bataclan í París síðar á árinu. Fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012 og sló rækilega í gegn. Ári síðar kom hún út á ensku og hét þá In the Silence en í kjölfarið fór Ásgeir á tónleikaferð um allan heim. Líkt og á fyrstu plötu sinni vinnur Ásgeir með föður sínum Einari Georgi Einarssyni sem á heiðurinn að nokkrum textum á plötunni en að auki komu þeir Þorsteinn Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson að textagerðinni. Þá vann upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson náið með Ásgeiri að gerð plötunnar.Hlusta má á nýju plötuna á Spotify og þá má hlusta á titillag plötunnar í spilaranum hér fyrir neðan. Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Önnur sólóplata tónlistarmannsins Ásgeirs Trausta Einarssonar, sem kallar sig Ásgeir, kom út í dag á heimsvísu en platan heitir Afterglow. Platan stökk beint í fyrsta sæti á iTunes Alternative listanum í Ástralíu og vermir þriðja sætið á iTunes Main. Þá situr hún á topp 10 listanum á iTunes Alternative í 18 löndum. Tónleikaferð Ásgeirs hefst um helgina í Árósum og Kaupmannahöfn og þá mun hann jafnframt spila í Bataclan í París síðar á árinu. Fyrsta plata Ásgeirs, Dýrð í dauðaþögn, kom út árið 2012 og sló rækilega í gegn. Ári síðar kom hún út á ensku og hét þá In the Silence en í kjölfarið fór Ásgeir á tónleikaferð um allan heim. Líkt og á fyrstu plötu sinni vinnur Ásgeir með föður sínum Einari Georgi Einarssyni sem á heiðurinn að nokkrum textum á plötunni en að auki komu þeir Þorsteinn Einarsson og Júlíus Aðalsteinn Róbertsson að textagerðinni. Þá vann upptökustjórinn Guðmundur Kristinn Jónsson náið með Ásgeiri að gerð plötunnar.Hlusta má á nýju plötuna á Spotify og þá má hlusta á titillag plötunnar í spilaranum hér fyrir neðan.
Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fleiri fréttir Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira