Porsche 911 GT3 nær 7:12,7 á Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 5. maí 2017 16:00 Porsche 911 GT3 á Nürburgring brautinni um daginn. Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent
Nýr Porsche 911 GT3 er rétt farinn að rúlla af færiböndunum en þeir Porsche menn voru svo vissir um getu hans að þeir tóku eitt af fyrstu eintökunum á Nürburgring brautina í Þýskalandi til að sjá hversu mikið betri hann væri en forverinn. Svo reyndist hann sannarlega vera því hann bætti met forverans um heilar 12,3 sekúndur og náði tímanum 7 mínútum og 12,7 sekúndum. Það er einfaldlega næst besti tími sem nokkur Porsche bíll hefur náð á brautinni, en að sjálfsögðu á Porsche 918 Spyder ofurbíllinn metið, eða 6:57. Porsche 911 GT3 er með stýringu líka á afturdekkjunum, er með 7 gíra PDK-sjálfskiptingu og 4,0 lítra boxer vél hans er 500 hestöfl. Það dugar honum til að komast á 100 km hraða á 3,2 sekúndum og hámarkshraðinn er 317 km/klst. Porsche 911 GT3 kostar 143.600 dollara í Bandaríkjunum.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent