Hvernig snýr síminn Pálmar Ragnarsson skrifar 8. maí 2017 07:00 Við komum heim úr vinnunni, setjumst niður með öðrum fjölskyldumeðlimum og leggjum símann á borðið. Hvort snýr skjárinn upp eða niður? Það er mikilvægara atriði en margir gætu haldið. Athygli okkar er nefnilega brothætt. Eitt lítið blikk á skjánum og hún getur verið farin. Börnin okkar eða maki eru kannski að segja okkur sögu, en þegar skjárinn blikkar lítum við undan í eina sekúndu. Og þó það hljómi ekki eins og alvarlegur hlutur, ein sekúnda, þá erum við með því að senda ákveðin skilaboð: Síminn er mikilvægari en sagan sem þú ert að segja mér. Það er kannski ekki ætlunin, við vorum nú bara „rétt að kíkja“. En þetta hefur áhrif á fólkið sem er að tala við okkur. Þegar þú ert spenntur að segja einhverjum frá deginum þínum þá tekur þú eftir því þegar manneskjan lítur undan á símann sinn. Og því oftar sem það gerist því minni áhuga hefur barnið eða makinn á því að segja manni frá, „þú ert hvort eð er aldrei að hlusta“. Ég sjálfur verð bara pirraður ef ég er í miðri sögu og manneskjan sem ég er að tala við lítur á blikk í símanum. Jafnvel þannig að ég nenni ekki að klára söguna. Bara í alvöru, ég er að segja þér spennandi sögu og þú ert að kíkja á símann?? SKAMMASTU ÞÍN. En kannski þarf ég bara að bæta sögurnar mínar, það er annað mál. Símar eru hannaðir til að fanga athygli okkar. Þeir blikka, þeir titra og texti birtist á skjánum. „Hver var að senda mér skilaboð?“ „Er ég að missa af einhverju?“ „Er þetta áríðandi?“ Maður þarf að vera ofurmenni til að leiða þessa forvitni hjá sér. Á okkar heimili var blikkið farið að hafa truflandi áhrif. Nú er það óskrifuð regla að í samræðum eða sameiginlegu sjónvarpsáhorfi snýr skjárinn niður, ef síminn þarf á annað borð að vera við höndina. En best er náttúrulega að slökkva bara alveg á honum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pálmar Ragnarsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Við komum heim úr vinnunni, setjumst niður með öðrum fjölskyldumeðlimum og leggjum símann á borðið. Hvort snýr skjárinn upp eða niður? Það er mikilvægara atriði en margir gætu haldið. Athygli okkar er nefnilega brothætt. Eitt lítið blikk á skjánum og hún getur verið farin. Börnin okkar eða maki eru kannski að segja okkur sögu, en þegar skjárinn blikkar lítum við undan í eina sekúndu. Og þó það hljómi ekki eins og alvarlegur hlutur, ein sekúnda, þá erum við með því að senda ákveðin skilaboð: Síminn er mikilvægari en sagan sem þú ert að segja mér. Það er kannski ekki ætlunin, við vorum nú bara „rétt að kíkja“. En þetta hefur áhrif á fólkið sem er að tala við okkur. Þegar þú ert spenntur að segja einhverjum frá deginum þínum þá tekur þú eftir því þegar manneskjan lítur undan á símann sinn. Og því oftar sem það gerist því minni áhuga hefur barnið eða makinn á því að segja manni frá, „þú ert hvort eð er aldrei að hlusta“. Ég sjálfur verð bara pirraður ef ég er í miðri sögu og manneskjan sem ég er að tala við lítur á blikk í símanum. Jafnvel þannig að ég nenni ekki að klára söguna. Bara í alvöru, ég er að segja þér spennandi sögu og þú ert að kíkja á símann?? SKAMMASTU ÞÍN. En kannski þarf ég bara að bæta sögurnar mínar, það er annað mál. Símar eru hannaðir til að fanga athygli okkar. Þeir blikka, þeir titra og texti birtist á skjánum. „Hver var að senda mér skilaboð?“ „Er ég að missa af einhverju?“ „Er þetta áríðandi?“ Maður þarf að vera ofurmenni til að leiða þessa forvitni hjá sér. Á okkar heimili var blikkið farið að hafa truflandi áhrif. Nú er það óskrifuð regla að í samræðum eða sameiginlegu sjónvarpsáhorfi snýr skjárinn niður, ef síminn þarf á annað borð að vera við höndina. En best er náttúrulega að slökkva bara alveg á honum.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun