Vilhjálmur Bretaprins: „Við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 15:02 Vilhjálmur, Katrín og Harry taka núna þátt í herferð til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í Bretlandi. vísir/getty Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017 Kóngafólk Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira
Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017
Kóngafólk Mest lesið „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Menning Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Lífið Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Lífið Tilbúnir réttir úr smiðju verðlauna kokks Lífið samstarf Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Menning Snorri og Nadine eignuðust son Lífið Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Lífið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Lífið Selma Björns bálill eftir að miðasöluvefur eyðilagði draum móður hennar Lífið Fleiri fréttir Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Sjá meira