Honda Civic Type R sló Nürburgring metið Finnur Thorlacius skrifar 24. apríl 2017 09:42 Honda Civic Type R á Nürburgring brautinni. Enn og aftur hefur Honda tekist að ná krúnunni fljótasti fjöldaframleiddi framhjóladrifsbíll heims með því að bæta metið kringum Nürburgring brautina. Það tókst fyrr í þessum mánuði er hinn nýi Honda Civic Type R tókst að fara brautina á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Fyrra metið átti Volkswagen GTI Clubsport, eða 7:47,19 og hafði náð því einmitt af Honda Civic Type R, sem árið 2015 hafði sett tímann 7:50,63. Nýi Honda Civic Type R er því rétt um 7 sekúndum sneggri en fyrir tveimur árum. Honda Civic Type R sem sló metið var með veltigrind af öryggisástæðum, en á móti þeirra viðbótarvigt voru aftursætin tekin úr bílnum, sem og afþreyingarkerfið. Ekkert annað var átt við bílinn. Honda Civic Type R er með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 306 hestöflum og 400 Nm togi. Metsláttarbíllinn var með 6 gíra beinskiptingu. Honda ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á nýjum Honda Civic Type R í sumar í verksmiðju sinni í Swindon í Bretlandi og þaðan verður hann seldur um heim allan og í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Renault hefur hug á því að bæta nýtt met Honda Civic Type R með Megane RS bíl sínum á næstunni og því heldur slagurinn um brautrmetið á fjöldaframleiddum framhjóladrifsbílum á Nürburgring brautinni áfram. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent
Enn og aftur hefur Honda tekist að ná krúnunni fljótasti fjöldaframleiddi framhjóladrifsbíll heims með því að bæta metið kringum Nürburgring brautina. Það tókst fyrr í þessum mánuði er hinn nýi Honda Civic Type R tókst að fara brautina á 7 mínútum og 43,8 sekúndum. Fyrra metið átti Volkswagen GTI Clubsport, eða 7:47,19 og hafði náð því einmitt af Honda Civic Type R, sem árið 2015 hafði sett tímann 7:50,63. Nýi Honda Civic Type R er því rétt um 7 sekúndum sneggri en fyrir tveimur árum. Honda Civic Type R sem sló metið var með veltigrind af öryggisástæðum, en á móti þeirra viðbótarvigt voru aftursætin tekin úr bílnum, sem og afþreyingarkerfið. Ekkert annað var átt við bílinn. Honda Civic Type R er með 2,0 lítra bensínvél með forþjöppu sem skilar 306 hestöflum og 400 Nm togi. Metsláttarbíllinn var með 6 gíra beinskiptingu. Honda ætlar að hefja fjöldaframleiðslu á nýjum Honda Civic Type R í sumar í verksmiðju sinni í Swindon í Bretlandi og þaðan verður hann seldur um heim allan og í fyrsta sinn í Bandaríkjunum. Renault hefur hug á því að bæta nýtt met Honda Civic Type R með Megane RS bíl sínum á næstunni og því heldur slagurinn um brautrmetið á fjöldaframleiddum framhjóladrifsbílum á Nürburgring brautinni áfram.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent „Við vitum að áföllin munu koma“ Innlent