Hégómi og græðgi Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 25. apríl 2017 07:00 Nýlega hringdi í mig kona sem sagði að ég hefði lent í þröngu úrtaki og gæti því tekið þátt í happdrætti með skáldlegum vinningslíkum. Innra með mér vöknuðu villimenni tvö sem teikuðu þegar mannkynið ók inn í siðmenninguna. Annað þeirra heitir Hégómi og sagði mér að ég væri alveg sérstakur að lenda í slíku úrtaki og brá upp mynd þar sem ég og José Mourinho vorum að kætast yfir því að vera svona sérstakir. Hitt villimennið heitir Græðgi og skynjaði að þarna væru einhver verðmæti á ferð sem gætu hæglega orðið mín. Þessi dúett hefur ekki reynst mér vel en hann sannfærði mig, til dæmis, um að kaupa tvö svínslæri fyrir all nokkru. Rökin voru þau að ég fengi mikinn afslátt ef ég færi með bæði og það þýddi ekkert að slóra því tilboðið stæði ekki til morguns. Eins það að enginn væri maður með mönnum á Spáni nema hann hefði svínslæri í eldhúsinu og gæti því fyrirhafnarlítið borið fram fínskornar tapas-tuggur við minnsta tækifæri. Þessir villimenni voru hins vegar vant viðlátin þegar svo virtist sem annað svínslærið hefði brugðið sér í ullarfatnað en þegar betur var að gáð var þetta mygla mikil. Undir henni var síðan kjötmeti sem minnti helst á krufningar. Hitt lærið gaf ég vini mínum sem ég hef ekkert heyrt í grunsamlega lengi. Þess vegna sagði ég við konuna, þrátt fyrir mótmæli villimennanna, að ég hefði engan áhuga á happdrætti. Hún lét sér ekki segjast og hamraði á því með dúettinum að himnarnir stæðu mér opnir. Þá sagði ég á vestfirsku: Mig langar ekki í pening. Tríóið þagnaði og hefur ekki látið í sér heyra þó nú sé alveg fyrirtaks fótanuddtæki á helmings afslætti í Carrefour. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Nýlega hringdi í mig kona sem sagði að ég hefði lent í þröngu úrtaki og gæti því tekið þátt í happdrætti með skáldlegum vinningslíkum. Innra með mér vöknuðu villimenni tvö sem teikuðu þegar mannkynið ók inn í siðmenninguna. Annað þeirra heitir Hégómi og sagði mér að ég væri alveg sérstakur að lenda í slíku úrtaki og brá upp mynd þar sem ég og José Mourinho vorum að kætast yfir því að vera svona sérstakir. Hitt villimennið heitir Græðgi og skynjaði að þarna væru einhver verðmæti á ferð sem gætu hæglega orðið mín. Þessi dúett hefur ekki reynst mér vel en hann sannfærði mig, til dæmis, um að kaupa tvö svínslæri fyrir all nokkru. Rökin voru þau að ég fengi mikinn afslátt ef ég færi með bæði og það þýddi ekkert að slóra því tilboðið stæði ekki til morguns. Eins það að enginn væri maður með mönnum á Spáni nema hann hefði svínslæri í eldhúsinu og gæti því fyrirhafnarlítið borið fram fínskornar tapas-tuggur við minnsta tækifæri. Þessir villimenni voru hins vegar vant viðlátin þegar svo virtist sem annað svínslærið hefði brugðið sér í ullarfatnað en þegar betur var að gáð var þetta mygla mikil. Undir henni var síðan kjötmeti sem minnti helst á krufningar. Hitt lærið gaf ég vini mínum sem ég hef ekkert heyrt í grunsamlega lengi. Þess vegna sagði ég við konuna, þrátt fyrir mótmæli villimennanna, að ég hefði engan áhuga á happdrætti. Hún lét sér ekki segjast og hamraði á því með dúettinum að himnarnir stæðu mér opnir. Þá sagði ég á vestfirsku: Mig langar ekki í pening. Tríóið þagnaði og hefur ekki látið í sér heyra þó nú sé alveg fyrirtaks fótanuddtæki á helmings afslætti í Carrefour.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun