Umfjöllun og viðtöl: Valur - FH 1-0 | Valsmenn meistarar meistaranna í 10. sinn | Sjáðu markið Stefán Árni Pálsson skrifar 24. apríl 2017 21:45 Valur vann FH með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Þetta er árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu sín tækifæri í fyrri hálfleiknum og voru þau nokkuð spræk í sínum sóknarleik. Það gekk erfilega að koma boltanum yfir marklínuna en það gekk aftur á móti á 42. mínútu leiksins þegar Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, skallaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Valsmenn voru fastir fyrir og verulega þéttir í þeim síðari. FH-ingar fengu ekki mörg færi en Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri fyrir FH á 57. mínútu leiksins þegar hann slapp einn í gegnum um vörn Vals og skaut boltanum beint í Anton Ara Einarsson í marki Vals. FH-ingar náðu ekki að jafna metin og vann Valur þennan leik annað árið í röð, og báðir leikirnir voru gegn FH. Þetta er í tíunda skipti sem Valur vinnur meistarakeppni KSÍ. Valsmenn mæta Víkingi Ó. á Valsvellinum á sunnudaginn og FH-ingar fara í heimsókn upp á Skipaskaga. Haukur: Við ætlum okkur stóra hluti í sumar„Við erum bara mjög ánægðir með undirbúningstímabilið og komum fullir sjálfstrausts inn í mótið,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn. Valur eru Reykjavíkurmeistari og meistarar meistaranna. „Það er gott að taka sigur gegn svona frábæru FH-liði svona rétt fyrir mót. Það getur gefið okkur helling. Mér fannst gaman að sjá hvað við vorum þéttir til baka og héldum forystunni allan tímann. Það þarf líka að kunna það.“ Haukur skoraði eina mark leiksins. „Ég fæ frábæra hornspynu, næ að losa mig frá manninum mínum og þá er lítið hægt að gera annað en að setja hausinn í boltann.“ Haukur segir að liðið ætli sér stóra hluti í sumar. „Við ætlum að vera í toppbarátunni og berjast á öllum vígstöðum. Svo er fínt að taka þennan bikar eins og vanalega.“ Heimir: Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi„Mér fannst mínir menn vera góðir út á vellinum, láta boltann ganga vel og skipta boltanum vel á milli vængja,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld. „Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi vallarins og fyrirgjafir leikmanna voru ekki nægilega góðar.“ Heimir segir samt sem áður að FH liðið hafi heilt yfir spilað vel í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur og það má bara ekki gleyma því að Valsliðið er hörkuöflugt, vel mannað og á sínum heimavelli.“ Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri í síðari hálfleiknum. „Hann á að klára þetta, það er ekki spurning. Hann hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og nánast skorað í hverjum einasta leik. Ég reiknaði með að hann myndi klára þetta en það koma fleiri leikir,“ segir Heimir og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt að byrja sumarið vel gegn Skagamönnum. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Til að fréttin uppfærist þarf að refresh-a hana.Leik lokið: Ívar Orri flautar til leiksloka! Valsmenn eru meistarar meistaranna annað árið í röð.90+2. mín: Bergsveinn skallar yfir. Þetta var líklega síðasta tækifæri FH-inga.90. mín: Tekst FH að jafna metin?82. mín: Það er ekkert sérstaklega mikið að gerast hjá FH núna. Valsmenn ætla greinilega að halda þessu. 75. mín: Nú hefur FH korter til stefnu til að jafna þennan leik og stela þessu jafnvel. FH-inga eru farnir að auka pressuna töluvert.65. mín: Crawford með skot vel yfir en í fínni stöðu. FH-liðið er samt að koma til og sækja í sig veðrið.57. mín: Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FH, sleppur hér einn í gegn og átti bara eftir að renna boltanum framhja Antoni Ara í marki Vals. Flóki setti boltann bara beint á Anton og ekkert varð úr þessu dauðafæri. 50. mín: Dion Acoff, leikmaður Vals, fær boltann hér inni í vítateig FH og lætur skotið ríða af. Gunnar Nielsen ver þetta mjög vel og Valsmenn fá hornspyrnu sem lítið verður úr. 46. mín: Þá er síðari hálfleikurinn hafinn. Hálfleikur 1-0: Valsmenn leiða hér í hálfleik. 42. mín: MARK!!!! Haukur Páll Sigurðsson skallar hér boltann í netið eftir laglega hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Þetta var akkúrat það sem leikurinn þurfti. Staðan 1-0. 37. mín: Einar Karl Ingvarsson með ágætt skot rétt fyrir utan vítateig og fer boltinn yfir. 33. mín: Lítið að gerast um þessar mundir. Liðin ekki alveg að finna sig. 23. mín: Robert David Crawford fær boltann vel hægra megin inni í vítateigs Valsmanna og leggur hann fyrir sig á vinstri og á skot í hliðarnetið. Vel gert en skotið ekki alveg nægilega gott. 16. mín: Steven Lennon með geggjað skot fyrir FH og Anton Ari ver meistaralega. Þetta var stórkostlega vel gert hjá Antoni. Skotið gott hjá Lennon. 14. mín: Kristinn Ingi Halldórsson fær hér boltann innan vítateigs og setur hann í netið. Hann er aftur á móti rangstæður og því telur það ekki. Engu að síður vel gert. 7. mín: Steven Lennon, leikmaður FH, skallar boltann rétt yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Crawford. 5. mín: Haukur Páll Sigurðarson skóflar boltanum yfir markið eftir laglega hornspyrnu frá Valsmönnum. 1. mín: Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Valur er núverandi bikarmeistari og FH er Íslandsmeistari. Liðin hafa bæði styrkt sig fyrir tímabilið og gæti þetta orðið fínasti leikur. Fyrir leik: Þessi lið mættust í nákvæmlega þessum leik fyrir ári síðan. Valsmenn unnu þá eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir leik: Verið velkomin til leiks á Valsvöllinn en framundan er leikur Vals og FH í leiknum um meistara meistaranna. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Valur vann FH með einu marki gegn engu í Meistarakeppni KSÍ í kvöld. Þetta er árlegur leikur Íslands- og bikarmeistaranna. Haukur Páll Sigurðsson skoraði eina mark leiksins á 42. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Bæði lið fengu sín tækifæri í fyrri hálfleiknum og voru þau nokkuð spræk í sínum sóknarleik. Það gekk erfilega að koma boltanum yfir marklínuna en það gekk aftur á móti á 42. mínútu leiksins þegar Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, skallaði boltann í netið eftir frábæra hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Staðan var því 1-0 í hálfleik. Valsmenn voru fastir fyrir og verulega þéttir í þeim síðari. FH-ingar fengu ekki mörg færi en Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri fyrir FH á 57. mínútu leiksins þegar hann slapp einn í gegnum um vörn Vals og skaut boltanum beint í Anton Ara Einarsson í marki Vals. FH-ingar náðu ekki að jafna metin og vann Valur þennan leik annað árið í röð, og báðir leikirnir voru gegn FH. Þetta er í tíunda skipti sem Valur vinnur meistarakeppni KSÍ. Valsmenn mæta Víkingi Ó. á Valsvellinum á sunnudaginn og FH-ingar fara í heimsókn upp á Skipaskaga. Haukur: Við ætlum okkur stóra hluti í sumar„Við erum bara mjög ánægðir með undirbúningstímabilið og komum fullir sjálfstrausts inn í mótið,“ segir Haukur Páll Sigurðsson, leikmaður Hauka, eftir leikinn. Valur eru Reykjavíkurmeistari og meistarar meistaranna. „Það er gott að taka sigur gegn svona frábæru FH-liði svona rétt fyrir mót. Það getur gefið okkur helling. Mér fannst gaman að sjá hvað við vorum þéttir til baka og héldum forystunni allan tímann. Það þarf líka að kunna það.“ Haukur skoraði eina mark leiksins. „Ég fæ frábæra hornspynu, næ að losa mig frá manninum mínum og þá er lítið hægt að gera annað en að setja hausinn í boltann.“ Haukur segir að liðið ætli sér stóra hluti í sumar. „Við ætlum að vera í toppbarátunni og berjast á öllum vígstöðum. Svo er fínt að taka þennan bikar eins og vanalega.“ Heimir: Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi„Mér fannst mínir menn vera góðir út á vellinum, láta boltann ganga vel og skipta boltanum vel á milli vængja,“ segir Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, eftir tapið í kvöld. „Vandamálin okkar voru á síðasta þriðjungi vallarins og fyrirgjafir leikmanna voru ekki nægilega góðar.“ Heimir segir samt sem áður að FH liðið hafi heilt yfir spilað vel í kvöld. „Þetta var bara hörkuleikur og það má bara ekki gleyma því að Valsliðið er hörkuöflugt, vel mannað og á sínum heimavelli.“ Kristján Flóki fékk algjört dauðafæri í síðari hálfleiknum. „Hann á að klára þetta, það er ekki spurning. Hann hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu og nánast skorað í hverjum einasta leik. Ég reiknaði með að hann myndi klára þetta en það koma fleiri leikir,“ segir Heimir og bætir við að það sé gríðarlega mikilvægt að byrja sumarið vel gegn Skagamönnum. Hér fyrir neðan má lesa beina textalýsingu frá blaðamanni Vísis á vellinum. Til að fréttin uppfærist þarf að refresh-a hana.Leik lokið: Ívar Orri flautar til leiksloka! Valsmenn eru meistarar meistaranna annað árið í röð.90+2. mín: Bergsveinn skallar yfir. Þetta var líklega síðasta tækifæri FH-inga.90. mín: Tekst FH að jafna metin?82. mín: Það er ekkert sérstaklega mikið að gerast hjá FH núna. Valsmenn ætla greinilega að halda þessu. 75. mín: Nú hefur FH korter til stefnu til að jafna þennan leik og stela þessu jafnvel. FH-inga eru farnir að auka pressuna töluvert.65. mín: Crawford með skot vel yfir en í fínni stöðu. FH-liðið er samt að koma til og sækja í sig veðrið.57. mín: Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FH, sleppur hér einn í gegn og átti bara eftir að renna boltanum framhja Antoni Ara í marki Vals. Flóki setti boltann bara beint á Anton og ekkert varð úr þessu dauðafæri. 50. mín: Dion Acoff, leikmaður Vals, fær boltann hér inni í vítateig FH og lætur skotið ríða af. Gunnar Nielsen ver þetta mjög vel og Valsmenn fá hornspyrnu sem lítið verður úr. 46. mín: Þá er síðari hálfleikurinn hafinn. Hálfleikur 1-0: Valsmenn leiða hér í hálfleik. 42. mín: MARK!!!! Haukur Páll Sigurðsson skallar hér boltann í netið eftir laglega hornspyrnu frá Nicolas Bogild. Þetta var akkúrat það sem leikurinn þurfti. Staðan 1-0. 37. mín: Einar Karl Ingvarsson með ágætt skot rétt fyrir utan vítateig og fer boltinn yfir. 33. mín: Lítið að gerast um þessar mundir. Liðin ekki alveg að finna sig. 23. mín: Robert David Crawford fær boltann vel hægra megin inni í vítateigs Valsmanna og leggur hann fyrir sig á vinstri og á skot í hliðarnetið. Vel gert en skotið ekki alveg nægilega gott. 16. mín: Steven Lennon með geggjað skot fyrir FH og Anton Ari ver meistaralega. Þetta var stórkostlega vel gert hjá Antoni. Skotið gott hjá Lennon. 14. mín: Kristinn Ingi Halldórsson fær hér boltann innan vítateigs og setur hann í netið. Hann er aftur á móti rangstæður og því telur það ekki. Engu að síður vel gert. 7. mín: Steven Lennon, leikmaður FH, skallar boltann rétt yfir eftir frábæra fyrirgjöf frá Crawford. 5. mín: Haukur Páll Sigurðarson skóflar boltanum yfir markið eftir laglega hornspyrnu frá Valsmönnum. 1. mín: Þá er leikurinn hafinn. Fyrir leik: Valur er núverandi bikarmeistari og FH er Íslandsmeistari. Liðin hafa bæði styrkt sig fyrir tímabilið og gæti þetta orðið fínasti leikur. Fyrir leik: Þessi lið mættust í nákvæmlega þessum leik fyrir ári síðan. Valsmenn unnu þá eftir vítaspyrnukeppni. Fyrir leik: Verið velkomin til leiks á Valsvöllinn en framundan er leikur Vals og FH í leiknum um meistara meistaranna.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn