Volkswagen heimilt að endurselja dísilsvindlbílana vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 31. mars 2017 09:34 Það bíður stór floti Volkswagen bíla í Bandaríkjunum eftir að komast í hendur nýrra eigenda. Environmental Protection Agency (EPA) í Bandaríkjunum hefur gefið Volkswagen heimild til að endurselja þá dísilbíla sem fyrirtækið varð að kaupa af eigendum þeirra vestanhafs. Þessi heimild er veitt eftir að Volkswagen hefur lagað mengunarbúnað þeirra á þann hátt að þeir standast reglur um mengun dísilbíla í Bandaríkjunum. Þessar aðgerðir hafa reynst Volkswagen fyrirtækinu dýrar, ekki síst það að hafa þurft að kaupa bílana til baka og hefur Volkswagen sett til hliðar 24 milljarða Bandaríkjadala, eða 2.640 milljarða króna, til að standa straum af öllum þeim kostnaði sem dísilvélasvindlið kostar Volkswagen í Bandaríkjunum, þar á meðal sektum þeim sem fyrirtækinu er gert að greiða. Volkswagen hefur einnig hafið breytingar á þeim díslbílum sem voru með svindlhugbúnað í Evrópu og komið hefur í ljós að þeir missa um 10% afl fyrir vikið. Tíu mismundandi Volkswagen bílar með 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá Volkswagen, Skoda og Audi eru þeir bílar sem um ræðir. Ekki er ljóst hvort að breytingarnar á bílunum í Bandaríkjunum og Evrópu fái sömu meðferð. Bílarnir í Bandaríkjunum hafa verið geymdir á mjög stóru landsvæði eins og sést hér á mynd og munu vafalaust seljast á ekki svo háu verði. Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent
Environmental Protection Agency (EPA) í Bandaríkjunum hefur gefið Volkswagen heimild til að endurselja þá dísilbíla sem fyrirtækið varð að kaupa af eigendum þeirra vestanhafs. Þessi heimild er veitt eftir að Volkswagen hefur lagað mengunarbúnað þeirra á þann hátt að þeir standast reglur um mengun dísilbíla í Bandaríkjunum. Þessar aðgerðir hafa reynst Volkswagen fyrirtækinu dýrar, ekki síst það að hafa þurft að kaupa bílana til baka og hefur Volkswagen sett til hliðar 24 milljarða Bandaríkjadala, eða 2.640 milljarða króna, til að standa straum af öllum þeim kostnaði sem dísilvélasvindlið kostar Volkswagen í Bandaríkjunum, þar á meðal sektum þeim sem fyrirtækinu er gert að greiða. Volkswagen hefur einnig hafið breytingar á þeim díslbílum sem voru með svindlhugbúnað í Evrópu og komið hefur í ljós að þeir missa um 10% afl fyrir vikið. Tíu mismundandi Volkswagen bílar með 1,6 og 2,0 lítra dísilvélar frá Volkswagen, Skoda og Audi eru þeir bílar sem um ræðir. Ekki er ljóst hvort að breytingarnar á bílunum í Bandaríkjunum og Evrópu fái sömu meðferð. Bílarnir í Bandaríkjunum hafa verið geymdir á mjög stóru landsvæði eins og sést hér á mynd og munu vafalaust seljast á ekki svo háu verði.
Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent