Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Kristján Már Unnarsson skrifar 31. mars 2017 12:30 Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum. Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. Frétt Stöðvar 2 um reiðhöllina, með viðtali við Agnar Gestsson, bónda á Lýsuhóli, má sjá hér að ofan. Hestaleigan Snæhestar hefur verið rekin á Lýsuhóli í Staðarsveit í yfir þrjátíu ár. Hjónin Jóhanna Ásgeirsdóttir og Agnar Gestsson hafa undanfarinn aldarfjórðung lifað á ferðamennsku í kringum hestinn. Síðastliðið sumar réðust þau í það stórvirki að reisa reiðhöll, en gólfflötur salarins er 20 sinnum 45 metrar. „Það vantaði náttúrlega bara betri inniaðstöðu,“ segir Agnar. „Við erum bæði með hestaleigu og hestaferðir og það er mjög gott að geta byrjað oft hér innim – kennt fólki og leiðbeint, og ríða svo bara beint út í kjölfarið.“ Á efri hæð verður veitingasalur þaðan sem gestir geta fylgst með sýningum. Þau fá rútur í heimsókn í hádegissnarl og geta þá notað höllina til að sýna og fræða um hestinn. „Það er alltaf vinsælt. Það kemur mikið af fólki inn sem vill bara fá að sjá hestinn og fá að klappa.“ Þau bjóða jafnframt upp á gistingu í níu sumarhúsum og reiðleiðirnar eru ekki langt undan: „Það eru Löngufjörur, sem eru náttúrlega vinsælasta reiðleið á Íslandi, held ég. Við lifum á því sko, meira og minna,“ segir Agnar.Bóndasonurinn Þórarinn Helgi Agnarsson ríður einum af um sextíu hestum sem þjóna gestum Lýsuhóls.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Sonur þeirra og dóttir koma einnig að rekstrinum en til viðbótar við fjölskylduna býst Agnar við að hafa fjóra starfsmenn í sumar og síðan tvo næsta vetur. -Er alltaf sami áhuginn á íslenska hestinum? „Ég held að hann sé bara að aukast. Það er bara þannig. Enda er þetta besti hesturinn,“ svarar Agnar og segir hestinn vel kynntan erlendis. Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Hér má sjá myndskeið úr þættinum.
Hestar Snæfellsbær Um land allt Mest lesið Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Viðskipti innlent Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Viðskipti innlent Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Viðskipti innlent Ballið búið hjá Bankanum bistró Viðskipti innlent Sorglega lítið að frétta af árangri kynjakvóta í jafnréttisparadís Framúrskarandi fyrirtæki Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Viðskipti innlent Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Neytendur „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Hagnaður dróst verulega saman en félagið á 850 milljónir Sæmundur nýlegur forstöðumaður hjá HR Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Sjá meira
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur
Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu Neytendur