Margrét Lára um móðurhlutverkið: Sé ekki eftir tímanum sem ég var frá Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. mars 2017 11:30 Margrét Lára er á leið á sitt þriðja Evrópumót. vísir/ernir Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira
Landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir ræðir endurkomu sína eftir barnsburð og móðurhlutverkið í viðtali sem birtist á heimasíðu FIFA í dag. Margrét Lára eignaðist sitt fyrsta barn í júní 2014 og segist ekki sjá eftir tímanum sem hún var frá vegna barnsburðarins. „Ég var staðráðin í að eignast barn. Ég vildi líka gera það áður en ég yrði of gömul og það yrði erfitt að koma sér aftur af stað,“ sagði Margét Lára. „Þetta var mikilvægur kafli á ferlinum en tímapunkturinn, rétt eftir EM 2013, var réttur. Þegar allt kemur til alls elska ég móðurhlutverkið. Ég er fjölskyldukona og sé ekkert eftir tímanum sem ég var frá.“ Margrét Lára segist alltaf hafa vitað að hún myndi snúa aftur á völlinn og segir að það gangi vel að samtvinna fótboltann og fjölskyldulífið. „Sem betur fer hefur þetta gengið hjá mér og ég elska að geta sameinað þetta. Fjölskyldulífið er rólegt og indælt en síðan get ég verið smá villt þegar ég fer inn á völlinn,“ sagði Margrét Lára sem segist vera betri leikmaður en hún var áður en hún eignaðist son sinn. „Ég er rólegri í leik mínum. Að vera móðir hefur gert mig að betri manneskju en líka að betri fótboltamanni, held ég. Ég nýt þess að spila fótbolta jafnvel meira núna en áður. Ég er með barn svo tíminn er mjög mikilvægur. Ef ég er að fórna tíma með syni mínum vil ég gera eitthvað sem ég elska. Sem betur fer hef ég elskað fótbolta síðan ég var lítil og sú ást er sterkari sem aldrei fyrr,“ sagði Margrét Lára sem er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins frá upphafi. Eyjakonan er bjartsýn á gott gengi á EM í Hollandi í sumar. „Þetta er besta lið sem við höfum átt. Við erum vel undirbúnar, með mjög gott þjálfarateymi og verðum betri á öllum sviðum,“ sagði Margrét Lára.Margrét Lára segir að Ísland hafi aldrei átt sterkara lið en núna.vísir/ernir
EM 2017 í Hollandi Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Enski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram Íslenski boltinn Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Fótbolti „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Sjá meira