Ofurbíllinn Lexus LC 500h kom með flugi í nótt Finnur Thorlacius skrifar 23. mars 2017 13:55 Lexus LC 500h kominn úr flugvélinni. Það var íslenskt rok og rigning sem tók á móti Lexus LC 500h þegar hann kom í fyrsta sinn til landsins með flugi frá Belgíu í nótt. Bíða þurfti fram eftir morgni þangað til veðrið leyfði að bíllinn yrði fluttur frá borði. Allt gekk að óskum og ekki er hægt að segja annað en LC taki sig vel út í rigningunni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú er verið að flytja bílinn í nýja Lexus sýningarsalinn í Kauptúni þar sem hann fær góða aðhlynningu og verður gerður klár fyrir forsýninguna á laugardag kl. 12 til 16. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum. Þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Tekur sig ágætlega út í rigningunni.Nýkominn frá borði. Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent
Það var íslenskt rok og rigning sem tók á móti Lexus LC 500h þegar hann kom í fyrsta sinn til landsins með flugi frá Belgíu í nótt. Bíða þurfti fram eftir morgni þangað til veðrið leyfði að bíllinn yrði fluttur frá borði. Allt gekk að óskum og ekki er hægt að segja annað en LC taki sig vel út í rigningunni við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Nú er verið að flytja bílinn í nýja Lexus sýningarsalinn í Kauptúni þar sem hann fær góða aðhlynningu og verður gerður klár fyrir forsýninguna á laugardag kl. 12 til 16. Bíllinn sem sýndur verður á laugardag er með 3.5 lítra V6 vél og Hybridkerfi sem samanlagt skila 359 hestöflum. Þannig búinn er hann 4,7 sekúndur að ná 100 km hraða. Í búnaði Hybridútfærslunnar hefur nýr tvöfaldur 10 hraða gírkassi vakið mikla athygli en þetta er fyrsti bíllinn frá Lexus sem búinn er þessum gírkassa. LC 500 er einnig fáanlegur með 477 hestafla V8 vél sem kemur honum í 100 km hraða á 4,4 sekúndum. Tekur sig ágætlega út í rigningunni.Nýkominn frá borði.
Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent