Landsliðsmenn Kósóvó eiga landsleiki með sjö mismunandi þjóðum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. mars 2017 18:00 Slegið á létta strengi á æfingu landsliðs Kósóvó í gær. Vísir/EPA Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19) HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira
Innan við ár er síðan að Kósóvó fékk fulla inngöngu í Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, og þar með heimild til að taka þátt í alþjóðlegum keppnum. Kósóvó mætir Íslandi í undankeppni HM 2018 í kvöld og fer leikurinn fram í nágrannalandinu Albaníu. Stríðið á Balkansskaganum og langverandi átök í Kósóvó gerðu það að verkum að mikill fólksflótti var frá svæðinu til annarra landa í Evrópu. Af þeim sökum eru víða ungir knattspyrnumenn sem ólust að stærstum hluta í öðrum löndum að heiðra gamla föðurlandið með því að spila fyrir landslið Kósóvó. Fjölþjóðlegur bakgrunnur 23 manna leikmannahóps Kósóvó fyrir leikinn gegn Íslandi í kvöld blasir við þegar hópurinn er skoðaður. Alls eiga átján leikmenn í hópnum landsleiki, ýmist A-landsleiki eða með yngri landsliðum, með samtals sjö öðrum þjóðum. Sjá einnig: Framherjinn frá Schalke kominn með leikheimild og má spila á móti Íslandi í kvöld Þar af eru átta sem hafa leikið með A-landsliðum annarra landa en flestir þeirra hafa spilað með Albaníu enda tengsl þessara tveggja landa afar náin. Margir íbúar Kósóvó líta raunar enn þann daginn í dag á landslið Albaníu sem þeirra eigið landslið og fjölmargir leikmenn albanska liðsins fæddust í Kósóvó eða eiga foreldra sem eru þaðan. Þó eru sumir í núverandi landsliðshópi Kósóvó sem ákváðu að sækja um leikheimild með hinu nýja landsliði þegar það var sett á laggirnar. Meðal þeirra má nefna markvörðinn Samir Ujkani, sem einnig er fyrirliði Kósóvó, varnarmennina Amir Rrahmani og Fidan Aliti, miðjumanninn Milot Rashica og sóknarmanninn Besart Berisha. Hér fyrir neðan má sjá þá leikmenn Kósóvó sem eiga landsleiki að baki með öðrum þjóðum.Markverðir: Samir Ujkani (Albanía A, U21) Adis Nurković (Bosnía A, U21)Varnarmenn: Fanol Përdedaj (Þýskaland U21) Leart Paqarada (Þýskaland U21, Albanía U21) Amir Rrahmani (Albanía A, U21) Fidan Aliti (Albanía A) Mërgim Vojvoda (Albanía U21)Miðjumenn: Valon Berisha (Noregur A, U15-23) Bersant Celina (Noregur U15-21) Milot Rashica (Albanía A, U17-21) Herolind Shala (Noregur U17-21, Albanía A, U21) Arber Zeneli (Svíþjóð U17-21) Hekuran Kryeziu (Sviss U17-21)Framherjar: Vedat Muriqi (Albanía U21) Elba Rashani (Noregur U17-21) Besart Berisha (Albanía A) Atdhe Nuhiu (Austurríki U19-21) Donis Avdijaj (Þýskaland U16-19)
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Körfubolti „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í Katalóníu Sport Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjá meira