Afríka er ódýrari en þú heldur Sæunn Gísladóttir skrifar 25. mars 2017 07:00 Hlébarðar eru eitt merkasta dýrið sem hægt er að rekast á í South Luangwa þjóðgarðinumí Sambíu. NordicPhotos/Getty Heimsálfan græna hefur lengi verið draumur helstu ferðalanga. Afríka býður upp á allt: hvítar strendur, náttúrufegurð, dýralíf, ótrúlega ættbálkamenningu og lifandi borgarlíf. Margir hafa sett verðmiðann fyrir sig þegar þeir hafa verið að íhuga ferðalag þangað, það er hins vegar hægt að komast til margra landa álfunnar og ferðast þar um á verði hefðbundins bakpokaferðalags. Sjálf eyddi ég tæpum þremur mánuðum í álfunni fyrr á þessu ári, á ferðalagi um Malaví og Sambíu, og að vinna og ferðast um í tvo mánuði í Gana. Allt eru þetta tiltölulega örugg og ódýr lönd sem bjóða upp á stórkostlegar upplifanir. Fyrir dýravini býður suðurhluti álfunnar upp á mesta fjörið. Þar er hægt að komast á safarí og keyra um milli helstu aðalpersóna Konungs ljónanna. Það vita það ekki allir en helstu dýr Afríku eru ekki á vappi á götunni heldur mega þau einungis eiga heima í þjóðgörðum þar sem þau njóta ákveðinnar verndar.Í Gana klifra menn upp í tré til að ná í kókoshnetur.Mynd/N. RuffaloSjálf heimsótti ég South Luangwa-þjóðgarðinn, níu þúsund ferkílómetragimstein í Sambíu. Þar var hægt að gista í tvær nætur, fá allar máltíðir og heimsækja þjóðgarðinn tvisvar með leiðsögumanni fyrir 150 dollara. Aðstaðan og maturinn var frábær og alveg ótrúleg upplifun að vera umkringd dýrum bæði í þjóðgarðinum en líka á landi hótelsins. Fíll kíkti í heimsókn og ruddi niður girðingu, aparnir sátu í kringum okkur þegar við lásum við stöðuvatnið þar, og maður þurfti að læsa dyrunum á kvöldin enda flóðhestar duglegir að spássera um á nóttunni. Helstu lönd sem bjóða upp á safarí eru auk Sambíu Suður-Afríka, Tansanía, Botsvana og Kenýa. Þó er hægt að kynna sér dýralíf í fleiri löndum. Bæði Gana og Malaví eru með þjóðgarða sem vert er að heimsækja. Ég fékk fylli mína í Sambíu og kaus frekar að heimsækja fílaverndarsvæði í Sambíu og mónumarkettina í regnskógi í Volta-héraði í Gana, enda var það ódýrara en annað safarí og skemmtileg leið til að kynnast einu dýri sérstaklega.Við Malaví vatn eru skálar sem er hægt að gista í fyrir þúsund krónur nóttina.Mynd/SGÞeir sem hafa meiri áhuga á landslagi en dýrum geta sleppt safarí og farið beint í að skoða náttúruna í öllum þessum löndum. Fyrir fjallagarpa er ógrynni af fjöllum í boði til að klífa. Þekktasta fjall Afríku er án efa Kilimanjaro sem tekur marga daga að klífa og kostar mörg hundruð þúsund krónur að fá að heimsækja. Þeir sem vilja verja minna fé geta farið á eigin vegum eða með leiðsögumanni gegn vægu gjaldi, venjulega undir nokkrum þúsund krónum, upp á fjöll í Malaví og Gana. Útsýnið þar er stórfenglegt, sérstaklega nálægt Malavístöðuvatninu og í Volta-héraði í Gana. Oftast er hægt að skipuleggja göngur í með milligöngu gistiheimila. Það eru ekki bara fjöll í þessum löndum heldur eru einnig fallegir fossar. Viktoríufossa má heimsækja bæði Simbabve- og Sambíumegin, einnig eru minni fossar í norðurhluta Sambíu og margir í Gana. Það er eiginlega ekkert betra en að ganga í gegnum frumskóg og enda gönguna á sundi í ískaldri bunu úr fossi eins og til dæmis við Wli-foss í Gana sem sagður er vera hæsti foss Vestur-Afríku. Sambía og Malaví eru landlukt. Þrátt fyrir það er hægt að slaka á á ströndinni ef maður heimsækir löndin tvö. Malavístöðuvatnið er tæplega 30 þúsund ferkílómetrar að stærð og er frábært að gista á Nkahta Bay svæðinu þar og slaka á á ströndinni, snorkla í stöðuvatninu eða þá fara í bátsferð og stinga sér fram af klettum. Þeir sem vilja sérstaklega njóta stranda og þess að skoða vatnadýralíf í suðurhluta Afríku geta einnig heimsótt Mósambík og Zanzibareyju við Tansaníu.Ada Foah ströndin í austur Gana er engri lík.Mynd/SGGana er með langa strandlengju þar sem eru þægileg gistiheimili frá austri til vesturs. Í vestri er sérstaklega vinsælt að prófa brimbretti, en varasamt er að synda nokkurs staðar án þess að vera búin að athuga ölduganginn en öldurnar eru mjög sterkar víðast hvar við ströndina. Í öllum Afríkuríkjum er að finna fjölbreytta menningu hvað varðar mat, listir og tónlist. Vestur-Afríka er sérstaklega þekkt fyrir trommumenningu sína, en talið er að hún hafi borist til Karíbahafseyja og haft áhrif á þróun tónlistar þar. Hægt er að fara á trommunámskeið í Gana, eða einfaldlega fara á vinsæla skemmtistaði til að heyra hressa tóna. Í Malaví er einnig vinsælt að spila á trommur við varðeld á ströndinni, algjör hápunktur í ferð minni þangað.Í Sambíu eru svo skemmtilegar danshefðir, sumar hverjar sem eru sérstaklega fyrir konur og iðkaðar í aðdraganda hátíða eins og brúðkaupa. Hægt er að kaupa afrískar grímur víða, en fyrir þá sem eru til í smá handavinnu er skemmtilegast að búa eina slíka til en það er í boði í Cape Coast í Gana. Hægt er að fara á matreiðslunámskeið og læra að gera helstu þjóðarréttina víða en þau geta verið ansi dýr, einfaldara er ef maður þekkir einhvern innfæddan að fá bara að fylgjast með. Styttra, auðveldara og ódýrara er að ferðast um Afríku en margir gera sér grein fyrir. Einnig er friðsælla í flestum löndum en margir halda. Áður en haldið er í Afríkureisu þarf auðvitað að skoða vel hvernig aðstæður eru í viðkomandi landi, passa upp á bólusetningar og taka malaríulyfin með, en það er allt þess virði til að uppgötva þessa ótrúlegu álfu. Ef Tenerife eða borgarferð til Evrópu hljómar ekki nógu spennandi sem næsta ferð mæli ég eindregið með að draga fram bakpokann og koma sér suður. Ferðalög Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira
Heimsálfan græna hefur lengi verið draumur helstu ferðalanga. Afríka býður upp á allt: hvítar strendur, náttúrufegurð, dýralíf, ótrúlega ættbálkamenningu og lifandi borgarlíf. Margir hafa sett verðmiðann fyrir sig þegar þeir hafa verið að íhuga ferðalag þangað, það er hins vegar hægt að komast til margra landa álfunnar og ferðast þar um á verði hefðbundins bakpokaferðalags. Sjálf eyddi ég tæpum þremur mánuðum í álfunni fyrr á þessu ári, á ferðalagi um Malaví og Sambíu, og að vinna og ferðast um í tvo mánuði í Gana. Allt eru þetta tiltölulega örugg og ódýr lönd sem bjóða upp á stórkostlegar upplifanir. Fyrir dýravini býður suðurhluti álfunnar upp á mesta fjörið. Þar er hægt að komast á safarí og keyra um milli helstu aðalpersóna Konungs ljónanna. Það vita það ekki allir en helstu dýr Afríku eru ekki á vappi á götunni heldur mega þau einungis eiga heima í þjóðgörðum þar sem þau njóta ákveðinnar verndar.Í Gana klifra menn upp í tré til að ná í kókoshnetur.Mynd/N. RuffaloSjálf heimsótti ég South Luangwa-þjóðgarðinn, níu þúsund ferkílómetragimstein í Sambíu. Þar var hægt að gista í tvær nætur, fá allar máltíðir og heimsækja þjóðgarðinn tvisvar með leiðsögumanni fyrir 150 dollara. Aðstaðan og maturinn var frábær og alveg ótrúleg upplifun að vera umkringd dýrum bæði í þjóðgarðinum en líka á landi hótelsins. Fíll kíkti í heimsókn og ruddi niður girðingu, aparnir sátu í kringum okkur þegar við lásum við stöðuvatnið þar, og maður þurfti að læsa dyrunum á kvöldin enda flóðhestar duglegir að spássera um á nóttunni. Helstu lönd sem bjóða upp á safarí eru auk Sambíu Suður-Afríka, Tansanía, Botsvana og Kenýa. Þó er hægt að kynna sér dýralíf í fleiri löndum. Bæði Gana og Malaví eru með þjóðgarða sem vert er að heimsækja. Ég fékk fylli mína í Sambíu og kaus frekar að heimsækja fílaverndarsvæði í Sambíu og mónumarkettina í regnskógi í Volta-héraði í Gana, enda var það ódýrara en annað safarí og skemmtileg leið til að kynnast einu dýri sérstaklega.Við Malaví vatn eru skálar sem er hægt að gista í fyrir þúsund krónur nóttina.Mynd/SGÞeir sem hafa meiri áhuga á landslagi en dýrum geta sleppt safarí og farið beint í að skoða náttúruna í öllum þessum löndum. Fyrir fjallagarpa er ógrynni af fjöllum í boði til að klífa. Þekktasta fjall Afríku er án efa Kilimanjaro sem tekur marga daga að klífa og kostar mörg hundruð þúsund krónur að fá að heimsækja. Þeir sem vilja verja minna fé geta farið á eigin vegum eða með leiðsögumanni gegn vægu gjaldi, venjulega undir nokkrum þúsund krónum, upp á fjöll í Malaví og Gana. Útsýnið þar er stórfenglegt, sérstaklega nálægt Malavístöðuvatninu og í Volta-héraði í Gana. Oftast er hægt að skipuleggja göngur í með milligöngu gistiheimila. Það eru ekki bara fjöll í þessum löndum heldur eru einnig fallegir fossar. Viktoríufossa má heimsækja bæði Simbabve- og Sambíumegin, einnig eru minni fossar í norðurhluta Sambíu og margir í Gana. Það er eiginlega ekkert betra en að ganga í gegnum frumskóg og enda gönguna á sundi í ískaldri bunu úr fossi eins og til dæmis við Wli-foss í Gana sem sagður er vera hæsti foss Vestur-Afríku. Sambía og Malaví eru landlukt. Þrátt fyrir það er hægt að slaka á á ströndinni ef maður heimsækir löndin tvö. Malavístöðuvatnið er tæplega 30 þúsund ferkílómetrar að stærð og er frábært að gista á Nkahta Bay svæðinu þar og slaka á á ströndinni, snorkla í stöðuvatninu eða þá fara í bátsferð og stinga sér fram af klettum. Þeir sem vilja sérstaklega njóta stranda og þess að skoða vatnadýralíf í suðurhluta Afríku geta einnig heimsótt Mósambík og Zanzibareyju við Tansaníu.Ada Foah ströndin í austur Gana er engri lík.Mynd/SGGana er með langa strandlengju þar sem eru þægileg gistiheimili frá austri til vesturs. Í vestri er sérstaklega vinsælt að prófa brimbretti, en varasamt er að synda nokkurs staðar án þess að vera búin að athuga ölduganginn en öldurnar eru mjög sterkar víðast hvar við ströndina. Í öllum Afríkuríkjum er að finna fjölbreytta menningu hvað varðar mat, listir og tónlist. Vestur-Afríka er sérstaklega þekkt fyrir trommumenningu sína, en talið er að hún hafi borist til Karíbahafseyja og haft áhrif á þróun tónlistar þar. Hægt er að fara á trommunámskeið í Gana, eða einfaldlega fara á vinsæla skemmtistaði til að heyra hressa tóna. Í Malaví er einnig vinsælt að spila á trommur við varðeld á ströndinni, algjör hápunktur í ferð minni þangað.Í Sambíu eru svo skemmtilegar danshefðir, sumar hverjar sem eru sérstaklega fyrir konur og iðkaðar í aðdraganda hátíða eins og brúðkaupa. Hægt er að kaupa afrískar grímur víða, en fyrir þá sem eru til í smá handavinnu er skemmtilegast að búa eina slíka til en það er í boði í Cape Coast í Gana. Hægt er að fara á matreiðslunámskeið og læra að gera helstu þjóðarréttina víða en þau geta verið ansi dýr, einfaldara er ef maður þekkir einhvern innfæddan að fá bara að fylgjast með. Styttra, auðveldara og ódýrara er að ferðast um Afríku en margir gera sér grein fyrir. Einnig er friðsælla í flestum löndum en margir halda. Áður en haldið er í Afríkureisu þarf auðvitað að skoða vel hvernig aðstæður eru í viðkomandi landi, passa upp á bólusetningar og taka malaríulyfin með, en það er allt þess virði til að uppgötva þessa ótrúlegu álfu. Ef Tenerife eða borgarferð til Evrópu hljómar ekki nógu spennandi sem næsta ferð mæli ég eindregið með að draga fram bakpokann og koma sér suður.
Ferðalög Mest lesið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Lífið Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Lífið Staðfesta loks sambandið Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Menning Einar og Milla skírðu drenginn Lífið Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Lífið Fleiri fréttir Kynlífið innantómt með öðrum en fyrrverandi Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Staðfesta loks sambandið Einar og Milla skírðu drenginn Með blæðandi hjarta og ber örin með stolti Krakkatían: Kvennafrídagurinn, Ólsen ólsen og málsháttur Áslaug Arna kom alblóðug inn í sjúkratjaldið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Sjá meira